30.4.04

Stöðuhækkun og nýr bíll!

Jæja það hefur loksins dregið til tíðinda... Ég fékk ekki verslunarstjórastöðuna sem slíka en þó stöðu- og launahækkun, verslunin verður á mína ábyrgð s.s. vörupantanir og uppgjör en það kemur inn nýr aðili sem mun halda utan um markaðsmálin og budgetið. Aðstoðarverslunarstjóri, já hugsa að það mætti alveg kalla mig það :o) Það besta við þetta allt saman er samt að nú fæ ég loksins draumavinnutíma, frá níu á morgnana til fjögur!!! Vúhú, þá er barasta hellingur eftir af deginum og dóttir mín fær loksins að njóta mömmu sinnar fyrir klukkan hálf átta á kvöldin :oD Ég er að fara á fyrsta sölufundinn minn í borginni á miðvikudaginn klukkan: 08:00, síðan ætlum við að ræða aðeins nýja fyrirkomulagið og nottla að semja um launaumslagið...

Og sem aðstoðarverslunarstjóra sæmir mér nú ekki annað en að vera stoltur bifreiðaeigandi, amma og afi fundu þennan frábæra Yaris fyrir sunnan og ég er búin að festa mér hann... Án þess að hafa skoðað djásnið :oS En ég treysti nú afa bíladellukalli 110% fyrir þessu þannig að frá og með deginum í dag á ég loksins bíl! Jeiijjj :oD Gripurinn er sumsé Yaris árgerð ´99, ekinn 70 þúsund, með topplúgu, álfegum, spoiler, cd og og og... Hehe. Ég fæ hann á 700.000 á 100% láni´, ég borga 25 þús á mánuði í 3 ár og þá er hann líka mín eign! Takk allir fyrir góð ráð :o)

Verð að henda mér í sturtu, er að fara að djobba... Meira á eftir!

Well, þá er Miss aðstoðarverslunarstjóri mætt á svæðið ;o) Ég nældi mér í þetta fína kvef í vikunni og er barasta hálfslöpp... Fékk mér þess vegna bara TE þegar ég fór með Kötu á Kaffið í gærkvöldi, ótrúlegt! Ég var síðan vakin klukkan 6 í morgun!!! Krakkarnir í VMA voru að dimmitera og ég er svo lánsöm að búa við hliðina á stærðfræðikennaranum þeirra... Vaknaði við það að hundurinn gelti, barnið grét og fyrir utan glumdu hróp og köll í takt við háværar bílflautur! Ég er svooo þreytt og nenni því ekki að blogga meira :o( Það er vinna á barnum í kvöld og svo er forsetaveislan á morgun... Kvarta sossum ekki, ágætt að safna sér fyrir lántökukostnaðinum sem BTW er 40 kall!

Góða helgi allesammen!

28.4.04

Það er greinilega ekki sama hvaða dagur vikunnar er, hehe :oÞ

boyfriend



You need a boyfriend in the worst way.


You’re horny, lonely, and looking for love.

Without a man by your side, you’re adrift.

Alone on the sea without any oars.



In high school, you always had a date to the dance...

And that’s how you continue to live your life.



But this doesn’t make you co-dependent or a "yes-girl."

Au contraire.

It just means you know how to snag a man when you want one.



You date, Girl!



Do You *Need* a Boyfriend?

More Great Quizzes from Quiz Diva


Veit ekki alveg við hvora niðurstöðuna ég er sáttari...?

27.4.04

Skjótið mig bara strax!

boyfriend



You need a boyfriend like you need a hole in the head.


There’s been drama.

There have been words.

Breakable items have been thrown.



In short, men are trouble and you want no part of them for any reason.

Conventional wisdom says they’re from Mars...

And that actually is not quite far enough away as far as you’re concerned.

Send them all to Pluto!



And the chances of your changing your mind are slim to none.

But that’s okay. We need to hate certain things in life...

So we’ll appreciate the things we love all the more.



Do You *Need* a Boyfriend?

More Great Quizzes from Quiz Diva

26.4.04

Bálið slökkt með Coke!

Það varð ekkert úr frekari skrifum í gær. Ég og Kata pikkuðum Jónba félaga upp og kíktum á kaffihús. Það kviknaði nebbla í bílnum hans þegar hann var að leggja af stað suður í gærkvöldi, en til allrar hamingju þá náði hann að slökkva eldinn með 1 ltr af Coke...Guði sé lof fyrir Coke!!! Hehehe :o) Ég skellti mér á línuskauta í gær í fyrsta skipti síðan að Emelía fæddist... Það var örugglega mjög fyndin sjón að sjá :oD Við mæðgunar fórum á bílaplanið hjá Höllinni, hún á nýja hjólinu og ég á línuskautum. Það er skemmst frá því að segja að ég datt oftar en hún! :oS

Ég fæ ekki að vita með vinnuna fyrr en á morgun, hvort að það veit á gott eða slæmt veit ég ekki...

25.4.04

Já, þetta hlýtur að hafa verið gott djamm, allavega man ég ekkert eftir því að hafa skrifað síðustu færslu og enn síður hvað var að brjótast um í kollinum á mér... Spurning um að fara að endurskoða lífsstílinn aðeins :oS Staðan á áramótaheitunum er í það minnsta alls ekki góð því undanfarinn mánuð(i) er ég búin að reykja sem aldrei fyrr, drekka meira áfengi en vatn, ekki hreyfa mig neitt og langt frá því að ég sé í góðu formi, það er hátíð ef að ég er komin á fætur fyrir klukkan 10 á morgnana, ég mæti ekki alltaf á réttum tíma í vinnuna og ég er kominn á Svartann lista hjá bókasafnsvörðum landsins!!!

Á morgun verður þessu breytt!!! Allavega einhverju... Ætla að byrja á því að fara í ræktina, hitt fylgir svo með í kjölfarið :o) Á morgun er líka stór dagur vegna þess að þá fæ ég að vita hvort að ég fæ stöðuhækkun eður ei. Jæja ég þarf víst að sinna músinni minn sem er orðin frekar afbrýðissöm út í tölvuna, hehe :o)

Meira í kvöld...

24.4.04

Sunshine....Moonlight....good time....Boogey!

Var að koma heim eftir gott djamm (kannski einum of gott...), er samt soldið ringluð í hausnum núna og veit ekkert hvað ég vill... :os Ég er búin að komast að því að það fylgja bara vandamál því að vera fullorðin!

22.4.04


Hver á augun???

Mynd sendi: ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone


Gledilegt sumar!

Mynd sendi: ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

21.4.04


djásnid

Mynd sendi: ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone


Jæja, ég fór og prufukeyrði Yarisinn í gær og þeir voru svo elskulegir hjá Toyota að þeir bara lánuðu mér hann yfir nótt! Þannig að ég er enn með Yarisinn í mínum fórum, er að hugsa um að stinga af til Reykjavíkur bara... Hehe :oÞ Nei, nei ég er nú víst að fara að skila djásninu á eftir, veit samt ekki alveg hvort ég tími því, hann er svo fokking frábær!! Ætla að hugsa mig um yfir helgina... Þessi bíll er skráður í ágúst 2003 og er ekinn 3 þúsund kílómetra, sér ekki á honum. Hann er hálfbeinskiptur með MMT vél, semsagt sjálfskiptur með þeim möguleika að hafa hann beinskiptann. Eini gallinn er verðið, það er sett á hann 1.290.000 en ég get fengið hann allavega niður í 1.200.000. Ég er að hugsa um að taka hann á rekstrarleigu, þá er dæmið svona: 22 þús í leiguna + 5 þús í tryggingar + 7 þús í bensín = 34 þúsund á mánuði fyrir að vera gella... Hehe, ég hef sossum alveg efni á því, fæ hérumbil fyrir því með vinnunni á Kaffi Akureyri aðra hverja helgi... Ohh af hverju er ég þá í svona miklum vafa?!?

Ég efni hér með til skoðanakönnunar: Á ég að vera góð við sjálfa mig og taka þennan Yaris á rekstrarleigu eða kaupa mér druslu?

19.4.04

Mígreni var það heillin!

Þetta var róleg helgi. Skrifa það á mígrenisköstin mín tvö, annað á laugardaginn og hitt seinnipartinn í gær :o( Styð þær kenningar fræðimanna að Van Gogh hafi í rauninni verið mígrenissjúklingur og að myndirnar hans hafi átt að endurspegla vanlíðanina sem fylgir þessum köstum. Ég hefði líka skorið af mér eyrað ef að ég hefði haldið að það myndi hjálpa til... Hehe :o)

Ég var hörð við sjálfa mig í gær og lagaði til í herberginu mínu og tók fataskápinn í gegn, það tók ekki nema 6 tíma!! En það jákvæða er að hjálpræðisherinn græddi fullan ruslapoka á því og nú get ég sofna róleg án þess að sjá það fyrir mér að draslið kæfi mig... Svo brosti ég undurblítt til pabba og fékk hann til að hengja upp vegghilluna og leiktjöldin í herberginu hennar Míu, rosa fínt. Nú vantar bara að hengja upp ljósið en pabbi átti ekki nógu langar skrúfur til þess. Ég eldaði gegt góðan kjúlla handa famelíunni í "the lean mean fat reducing grilling machine" í gærkvöldi, mér leið líka svo vel á eftir vitandi það að nú væri ég búin að borða hollt og gott! :oD

Ég er svo voðalega andlaus e-ð núna og hef ekkert skemmtilegt að segja.. Held bara áfram að láta mig dreyma og ætla að taka bílasölurúnt í fyrramálið, jafnvel að reynsluaka einum Yaris eða svo ;o) Annars er ég að verða soldið stressuð fyrir viðtalinu á morgun, aðallega vegna þess að ég veit ekki í hverju ég á að vera :os Er of langt gengið að mæta í teinóttri buxnadragt og háum hælum?? Hvað finnst þér?

17.4.04

Ég er lasin, eða ég held það allavega... Mér er ískalt, samt er ég í rúllukragabol og ullarpeysu, ég er með hræðilegan hausverk og mér er óglatt! Við nánari umhugsun þá gæti þessi vanlíðan stafað af hungri, ég er nebbla ekkert búin að borða í dag og klukkan að verða fjögur... Sem þýðir að bráðum er ég búin að vinna! Jeijj, þá ætla ég að fara heim og fá mér að borða og ákveða hvort að ég er lasin eða ekki?

Mig langar í þennan bíl! Ætla að fara að skoða hann betur á eftir...

16.4.04

Það er búið að vera tómt vesen á blogginu í dag, en virðist vera komið í lag núna.. Ég fékk símhringingu áðan frá starfsmannastjóra Og Vodafone, hún og sölustjórinn vilja fá að hitta mig á Hótel KEA á þriðjudaginn! No high hopes en þið megið alveg senda mér góða strauma, væri algjör draumur að fá þessa stöðu :o) Svo var verið að bjóða mér í veislu í Svarfaðardal með forsetanum og biskupnum á verkalýðsdaginn. Ég verð þar í hlutverki verkalýðsins og á að sjá um að þjóna þessu liði á meðan það heldur daginn hátíðlegan, hmmm...

Annars er lítið að frétta, beilaði á árshátíð hjá Kaffi Akureyri í kvöld. Hún verður haldin á Sauðárkrók, gist á hóteli, gott að borða, frítt áfengi og HEITUR POTTUR! Samsetning hefur stundum valdið skandal... En ég þarf víst að vinna í búðinni á morgun :o( (kannski sem betur fer, hehe). Er líka að hugsa um að taka til í fataskápnum mínum (sem BTW er heilt dagsverk) og klára að dekóreita herbergið hennar Míu á morgun, FUN FUN FUN...

Góða helgi allesammen ;o)

Bloggið mitt er bilað!!! Það kemur ekki restin af því sem ég bloggaði í gær og ekki heldur feitletraninar (púff, þetta orð var snúið)... Any suggestions???

Ég elska súkkulaði en hata hart smjör!!!

Bestu pákaeggin að mínu mati eru frá Góu, ég gæti étið endalaust af þeim. Bæði er súkkulaðið sjálft mjög gott og ekki of væmið og svo er nammið inní eggjunum bara allt uppáhaldsnammið mitt! :oD Því miður fyrir línurnar mínar þá eru til nokkur brotin Góu páskaegg í vinnunni og ég geri ekki annað en að narta í þau... Svo var mín voða sniðug áðan og tók með sér brauð að heiman, skokkaði svo í bakaríið og keypti túnfiskssalat. Ég set aldrei smjör á túnfiskssamlokuna mína, nema í dag! Þá ákvað ég að hafa hana xtra djúsí og fann smjörva dollu inní staffaískáp. Helv.. smjörið var svo glerhart, brauðið mjúkt og ég þrjósk! Þetta tókst nú allt á endanum, eftir að vera búin að bæta brauðsneiðina með 2 öðrum..Hehe:o) Ég ætlaði nú aldeilis að fara að gæða mér á þessari syndsamlegu samloku og tók einn bita. En hvað haldiði??? Smjörið var ÚLDIÐ!!! Arrrg, held að ég geti aldrei aftur fengið mér Smjörva oná brauð..OJJJJJJ! Ég var nottla búin að nota þrjár brauðsneiðar í þessa einu samloku og átti því bara eina eftir, og nú er ég svöng! *Snökt*

En aftur að páskunum:oD

Á föstudeginum var planið að taka því rólega og vera edrú en... Eyrún frábæra bauð okkur í partý í Vatnsholtið, ég tek mér bessaleyfi og vitna í bloggið hennar: "það rættist úr kvöldinu í gær...þurfti ekki að mygla yfir aðferðafræðinni því Rokkarinn reddaði mér að sjálfsögðu bjór (takk fyrir það kærlega;) og svo komu nokkrir í partý og við hituðum upp fyrir metallicu tónleika og spiluðum drykkjuspil þangað til konan á efri hæðinni hótaði að hringja á lögguna (nei bara grín heiðdís mín, engar áhyggjur)...en allavega Svala, Kata,Boggi og Nóri eiga sko þakkir skildar fyrir frááááábært kvöld, hrafn og íbbi beiluðu aðeins of snemma...misstu af dansstuðinu okkar sem stóð til a.m.k. 5.30 í morgun;)" Þakka þér sömuleiðis Eyrún fyrir gott partý og enn betri dansfélagsskap!!! Við erum sko langbestar í luftgítar!!! Hehehe.. Ég sem kom keyrandi í partýið ákvað að slá þessu uppí kæruleysi og þiggja tequila flöskuna sem að Eyrún bauð mér :o) Ég dó nú ekki ráðalaus þó svo að engar væru sítrónurnar því að Eyrún átti EPLI, og þetta var bara fínasta samsetning :oD Við fórum meira að segja í "grúvú" leikinn, öðru nafni vöðva. Eftir góða upphitun héldum við á Celtic Cross þar sem eitthvert bílskúrsband skipað 17 ára (kannski 18) stráklingum sem kunnu ekki helminginn af textunum sem að þeir voru að baksa við að syngja og treystu því meiripartinn á kunnáttu og sönghæfileika þeirra sem staddir voru á dansgólfinu. En það var samt gaman :o) Síðan fórum við á Prikið og Guð minn góður hvað það var gaman þar, hreint út sagt frábær tónlist og fær DJ hússins 4 stjörnur!!! Danstilþrifin voru þvílík, ég náði meira að segja að dúndra þumalputtanum í e-ð og hann er nú helblár og stokkbólginn, hehehe :o)

Á laugardeginum fórum við í mat til Ragnhildar. Það var að sjálfsögðu spilað eftir matinn og drukkin bjór með, þeas hinir, því að ég var þæg og keyrði :o) Ég sem er ævinlega hryllilega óheppin í spilum og skíttapa oftar en ekki, var heppin þetta kvöldið því að Egill tók af mér skellinn og sá um að tapa, STÓRT!!! Hehehe ;o) Kíktum síðan aðeins á tengdapabba Kötu og spúsuna hans áður en við héldum í bæinn... Ég ætla bara ekkert að vera að segja hvert við fórum, það getur vel verið að ég sé snobbuð en ég heiti því hér með að ég mun aldrei framar stíga fæti þar inn!!! Vorum komin heim á kristilegum tíma eða um fjögurleytið.

Á sunnudag var legið í leti, hámað í sig huges páskaegg og elduð páskasteik sem keypt var í einu opnu búðinni á höfuðborgarsvæðinu, Krambúðinni. Þetta var bara rosa gott og ég krýni mig hér með sósumeistara páskanna 2004!!! Hehehe... Rólegheit um kvöldið og snemma í háttinn. Fór síðan til Keflavíkur á mánudeginum með Emelíu, ömmu og afa í heimsókn til Svaný systur mömmu. Það var bara fínt, fengum líka hangikjöt og sonna. Vídjó hjá Ragnhildi um kvöldið og heim til Akureyrar á þriðjudagsmorgun. Svona voru páskarnir mínir, ég er bara nokkuð sátt :o)

Ok, ég veit að veðráttan á Íslandi getur verið óútreiknanleg en common!!! Í gær var ég úti á bolnum í dag er skítakuldi, snjókoma og hríð.. Brrrrr :o( Vúhú, búin að vinna eftir 20 mín og þá fer ég í afmæli og fæ gott að borða :oD

Bless í bili ;o)

14.4.04

Jæja, best að reyna að klára þessa vitleysu..

Á fimmtudeginum fékk ég lánaðann bíl hjá frænda mínum og sótti skötuhjúin Kötu og Hrafn á flugvöllinn, að sjálfsögðu gat Kata ekki hugsað sér að vera án mín um páskana og hoppaði uppí næstu vél þegar að hún sá hvað það var leiðinlegt að hafa mig ekki á djamminu ;o) Það stóð mikið til því að FM píunni hafði áskotnast 3 miðar á Sugarbabes!!! Við sem áður höfðum grínast með það að skella okkur á þessa tónleika, lögðum nú leið okkar í höllina..fullar að sjálfsögðu!! Hehehe :o) Við Kata og Ragnhildur náðum síðustu 4 lögunum og fíluðum okkur eins og öldunga, meðalaldurinn var örugglega svona 14 ár (og þá tek ég alla foreldrana með í dæmið). Ég var soldið svekkt með þær á sviðinu, virtust ekki kunna nema eina hreyfingu..Og það lélega!!! Eftir tónleikana var haldið í VIP party með bandinu sjálfu á Mojito sem var lokaður nema fyrir boðsgesti, og að sjálfsögðu vorum við með boðsmiða ;o) Þar var gott djamm, fínn plötusnúður og mikið dansað. Fór í eftirpartý til Erlu og var komin heim um 6...

Meira seinna...

Suddapáskar!

Sukk og svínarí, það eru orð sem lýsa páskunum mjög vel... Það var mikið drukkið, mikið reykt og mikið borðað af subbumat, en það var allt í lagi því að ég dansaði rassinn af mér!!! Ég átti þetta líka inni því að ég vann samfellt í 20 klukkustundir laugardaginn 3. apríl!!! Hehehe, þetta var hið ljúfa líf en nú hefur kaldur veruleikinn tekinn við og ég er mætt í vinnuna á ný...

Á þriðjudaginn fór ég keyrandi suður með honum Snæbirni frænda mínum sem er meistarakokkur með meiru, fór einmitt í fermingarveislu til hans þann 4. og Guð minn góður hvað ég fékk gott að borða, ummmm.... Þegar ég kom suður byrjaði ég á því að kíkja til ömmu í mat og sturtu sem var afar ljúft. Næst var haldið heim til Ingvars og Karólínu og ég fékk loksins að hitta músina mína eftir 4 daga aðskilnað, það var yndislegt og hún lét mig lesa fyrir sig svona 20 bækur, hehehe :o) Fór síðan til Ragnhildar minnar að spila og að sjálfsögðu fengum við okkur nokkra kalda ;o)

Á miðvikudaginn lét ég langþráðan draum rætast og var fyrst okkar vinkvenna til að fara í fegrunaraðgerð!!! Hehe, nei ég fór ekki í sílikon (það er næst), ég fór í tannlýsingu!!! Aðgerðin lýsir sér þannig að tranturinn á manni er glenntur upp með einhverjum þvingum og efni pennslað á tannholdið til verndar því. Síðan er einhverju eitri pennslað á tennurnar og það skærasta bláa ljós sem ég hef augum litið látið skína á tennurnar í KLUKKUTÍMA!!! Var orðin ansi þreytt í kjaftinum þegar ég losnaði loksins við þvingurnar eftir klukkutíma og korter, en það var vel þess virði. Ég geng undir titlinum Miss Colgate þessa dagana :oD Nei, nei þær eru bara alveg passlega hvítar, fólk fær ekkert ofbirtu í augun þegar að ég brosi sko... Hehehe. (Náði ég að gabba einhvern með feitletruðu orðunum???)

Eftir fegrunaraðgerðina var aðeins sjoppað í Kringlunni og hafði ég gallabuxur og tvenna boli upp úr krafsinu, hvoru tveggja keypt í Vero Moda. Ég læt það duga og hélt heim til ömmu til að eyða smá tíma með Emelíu. Ása Vala kom síðan þangað og við tókum okkur til fyrir djammið og pöntuðum okkur pizzu. Þegar að Ingvar hafði sótt Míu litlu fórum við í frábært partý til Völlu þar sem gamlir skólafélagar úr MA og fleiri til voru í drykkjuleiknum skemmtilega. Það var frábært að hitta aftur Völlu, Hlíf, Eyrúnu og Fanney Dóru og ekki síðra að kynnast vinum hennar tveim, Rokkaranum öðru nafni Óla og Herra Vesturland 2000 (sem ég veit ekki hvað heitir réttu nafni..hehe). Ég semsagt kom í þetta partý bláedrú og labbaði þaðan út klukkutíma síðar vel kennd, þökk sé drykkjuleiknum!

Fórum í afmælispartý á Gaukinn sem að Addi Völlumaður, Andri Geir o.f.l. héldu.. Þar var frítt áfengi á boðstólum til 00 og ósjálfrátt kom útsöludýrið upp í mér, ég drakk og drakk, af því að það var FRÍTT!!! Maður er alltaf að græða, hehe. Drykkjan kom nú samt ekki í veg fyrir að ég ynni Eyrúnu í Pool... Gaman að því ;o) Ég hitti frændur mína Rúnar og Hörð Sigþórssyni í fyrsta skipti í langann tíma, alltaf gaman að skemmta sér með þeim. Hörður sem er 2 metrar á hæð var alltaf að taka mig upp og sveifla mér í hringi og í eitt skiptið rak ég lappirnar í járnhandrið, ahh marin rist eftir það...

Ég dansaði svo svakalega þetta kvöld, eignaðist nebbla nýjan djammfélaga ;o) Svo labbaði einhver náungi að mér þar sem ég var að spjalla við vini mína og spurði hvort að hann mætti fá mig lánaða í smástund og áður en ég gat svarað var hann fainn að sveifla mér til og frá á dansgólfinu.. Þarna kom samkvæmisdansa-kunnátta mín að góðum notum! Hann var nú hálfundarlegur þessi náungi, þegar ég losnaði loks úr sveiflunni sagðist hann hafa verið að fylgjast með mér á dansgólfinu og langað til að prófa mig.. PRÓFA MIG!?!?! Eru pikköpp línurnar virkilega orðnar svona í dag??? Hehe, hann bætti nú reyndar við að hann hefði verið að prófa danskunnáttuna og þrekið.. Og vitiði hvað, ég fékk bara dúndurgóða einkunn hjá herra Íslandsmeistara í samkvæmisdönsum, hehehe :oD Hef sjaldan eða aldrei skemmt mér jafn vel, það sem stendur uppúr er hvað ég kynntist frábæru fólki...Takk fyrir frábært djamm!!! :oD

Hehehe, ég er svooo frábær! :oÞ Ákvað að taka eitt af þessum prófum sem er að tröllríða öllu í bloggletinu sem virðist hrjá ansi marga ;o)

bub
You're bubblegum!!! You love to have a good time,
and enjoy being around others who feel the same
way. You tend to be the life of the party, and
people like to be around you as much as they
can.


Which kind of candy are you?
brought to you by Quizilla

3.4.04

Já haldiði ekki að hún Emelía mín hafi ekki bara fengið hlaupabóluna um daginn. Þið hefðuð átt að sjá svipinn á mér þegar að aumingja barnið vakti mig á laugardagsmorgni fyrir viku síðan... Ég var svo hissa að ég bara gapti og svo fór ég að hlæja, skellihlæja! Það hlýtur að vera erfitt að eiga svona klikkaða móðir?? Heil vika án leikskóla, úff... Ég var heima með hana á mánudaginn síðasta því þá var hún enn með smá hita, en ég tók þá ákvörðun að kvöldi dags að þiggja þá pössun sem að mér hafði boðist, okkar beggja vegna :oÞ Músin mín fór svo til Reykjavíkur í morgun til að vera viðstödd fermingu hjá föðursystur sinni. Hún verður alla vikuna hjá pabba sínum, en ég er reyndar að hugsa um að elta hana suður á fimmtudaginn og eyða páskunum þar :oD

Af skólamálum er það að frétta að mér hafa borist svör frá báðum skólum... mun því miður ekki veita neinar undantekningar í haust :o( Deildarforsetinn í félagsvísindadeild HA hvatti mig hinsvegar eindregið til að sækja um þó svo að hann gæti ekki lofað mér inngöngu. Það er ansi margt í deiglunni hjá mér núna, en planið er nokkurn veginn svona:
1. Sækja um verslunarstjórastöðuna hér í búðinni. Fæ að vita með það um miðjan apríl.
Ef það bregst 2. Sækja um í HA. Fæ að vita með það um miðjan júní.
Ef það bregst líka...... 3. Flytjast búferlum til Reykjavíkur, fara í ljósmyndaskóla og vinna hjá Og Vodafone.

Nú þýðir víst ekkert annað en að vera þolinmóð og bjartsýn...

Það er Skattmann að kenna að skólinn sé ekki í fyrsta sæti! Ég var nefnilega að skila inn skattaskýrslunni minni á netinu, fékk að sjálfsögðu frest eins og sönnum íslending sæmir, og þar er hægt að reikna út hvort að maður fær e-ð endurgreitt eða eins og í mínu tilfelli, þarf að borga! Sama hvernig ég breytti og betrumbætti í skýrslunni þá hélt helv.. tölvan því statt og stöðugt fram að ég skuldaði ríkinu hvorki meira né minna en EITTHUNDRAÐÞRJÁTÍUOGÁTTAÞÚSUNDTVÖHUNDRUÐFIMMTÍUOGSEXKRÓNUR, takk fyrir TAKK!!! Hugsa að ég neyðist til að fara að selja aðgang.........að MÉR!!! :oS