3.4.04

Já haldiði ekki að hún Emelía mín hafi ekki bara fengið hlaupabóluna um daginn. Þið hefðuð átt að sjá svipinn á mér þegar að aumingja barnið vakti mig á laugardagsmorgni fyrir viku síðan... Ég var svo hissa að ég bara gapti og svo fór ég að hlæja, skellihlæja! Það hlýtur að vera erfitt að eiga svona klikkaða móðir?? Heil vika án leikskóla, úff... Ég var heima með hana á mánudaginn síðasta því þá var hún enn með smá hita, en ég tók þá ákvörðun að kvöldi dags að þiggja þá pössun sem að mér hafði boðist, okkar beggja vegna :oÞ Músin mín fór svo til Reykjavíkur í morgun til að vera viðstödd fermingu hjá föðursystur sinni. Hún verður alla vikuna hjá pabba sínum, en ég er reyndar að hugsa um að elta hana suður á fimmtudaginn og eyða páskunum þar :oD

Af skólamálum er það að frétta að mér hafa borist svör frá báðum skólum... mun því miður ekki veita neinar undantekningar í haust :o( Deildarforsetinn í félagsvísindadeild HA hvatti mig hinsvegar eindregið til að sækja um þó svo að hann gæti ekki lofað mér inngöngu. Það er ansi margt í deiglunni hjá mér núna, en planið er nokkurn veginn svona:
1. Sækja um verslunarstjórastöðuna hér í búðinni. Fæ að vita með það um miðjan apríl.
Ef það bregst 2. Sækja um í HA. Fæ að vita með það um miðjan júní.
Ef það bregst líka...... 3. Flytjast búferlum til Reykjavíkur, fara í ljósmyndaskóla og vinna hjá Og Vodafone.

Nú þýðir víst ekkert annað en að vera þolinmóð og bjartsýn...

Það er Skattmann að kenna að skólinn sé ekki í fyrsta sæti! Ég var nefnilega að skila inn skattaskýrslunni minni á netinu, fékk að sjálfsögðu frest eins og sönnum íslending sæmir, og þar er hægt að reikna út hvort að maður fær e-ð endurgreitt eða eins og í mínu tilfelli, þarf að borga! Sama hvernig ég breytti og betrumbætti í skýrslunni þá hélt helv.. tölvan því statt og stöðugt fram að ég skuldaði ríkinu hvorki meira né minna en EITTHUNDRAÐÞRJÁTÍUOGÁTTAÞÚSUNDTVÖHUNDRUÐFIMMTÍUOGSEXKRÓNUR, takk fyrir TAKK!!! Hugsa að ég neyðist til að fara að selja aðgang.........að MÉR!!! :oS

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home