28.4.05

Sagan af dramatískustu meðgöngu EVER:

Jæja nú ætlar hún ég loksins að fara að taka þessa síðu í gagnið því það styttist víst óðum í að púkinn fari að láta sjá sig (þó að mér finnist það heil eilífð), og þá vill fólkið í kringum okkur fá að fylgjast aðeins nánar með. Fram að þessu hefur enginn vitað af þessari síðu og því hefur ekki verið mikið um uppfærslur en nú verður breyting á!
Frá því í lok janúar hefur ég fengið lungnabólgu, uppköstin byrjuðu aftur og yfirlið uppúr því sem leiddu til heimsóknar á bráðamóttöku, allra mögulegra rannsókna vegna gruns um flogaveiki og að lokum innlagnar á meðgöngudeild! Sem betur fer kom ekkert útúr öllum þessum rannsóknum nema það að ég var með mikinn járnskort, blóðlítil og með mikla vöðvabólgu sem jók á mígrenið mitt. Ég var útskrifuð af spítalanum á Skírdag og hélt stórfjölskyldan þá á leið norður yfir heiðar í afslöppun og fitun yfir páskana. Allt þetta hafði þó engin áhrif á púkann, það sannaði vaxtarsónar sem að ég fór í eftir páskana en hann sýndi að púkinn er vel yfir meðallagi stór eða 5 merkur og verður að öllum líkindum á bilinu 16 til 20 merkur þegar hann/hún fæðist, púff!!! Átveislan um páskana ásamt mikilli drykkju járnmixtúru og slatta af norðlensku lofti hressti mig heldur betur við og nú borða ég út í eitt, jæks!!! :o/
Svona til að halda dramatíkinni áfram þá var ég send uppá fæðingardeild í síðustu viku vegna mikilla samdráttarverkja sem voru búnir að halda fyrir mér vöku tvær nætur í röð. Eftir að hafa verið sett í monitor og skoðuð af fæðingarlækni var ég send heim með fyrirmæli um að taka því rólega út vikuna, semsagt engin vinna... Læknirinn sagði líka að púkinn væri komin(n) í höfuðstöðu og búin(n) að skorða sig, kannski fullsnemmt en allur er varinn góður! Þess vegna finndi ég stöðugt fyrir þessum þrýstingi. Ég dreif mig bara norður með Emelíu daginn fyrir Sumardaginn fyrsta til að fara í fermingu hjá Hildu frænku en Árni var skilinn eftir heima því að hann er í miðjum prófum. "Litli" bróðir átti einmitt afmæli sama dag og við komum norður eða þann 20., til hamingju með það! Ég stoppaði þar í 5 daga, fór í fermingu og át á mig gat, brallaði ýmislegt með gríslingunum eins og að fara í sund og horfa á skautasýningu hjá Elvu en það þarf varla að taka það fram að hún stóð sig eins og stjarna (sem hún er nottla) og svo stalst ég líka aðeins til að hjálpa mömmu í skóbúðinni og stóðst að sjálfsögðu ekki mátið með að fá mér geggjuð kúrekastígvél! ;o)

Á mánudaginn (25.04) var mæðraskoðun en vegna alls sem hefur gengið á var ég flutt úr mæðraeftirlitinu í Hafnarfirði til Miðstöðvar mæðraverndar inn í Reykjavík þar sem að við höfum farið í skoðun til ljósmóður og sérfræðings síðustu 6 skiptin. Árni komst með í þetta skiptið því að það er prófavika hjá honum. Ásu ljósmóður og Þóru lækni leist miklu betur á mig núna, sögðu að ég væri loksins farin að blómstra :o) Skoðunin kom mjög vel út, ég er búin að þyngjast um heil 4 kíló frá því síðast (04.04), blóðþrýstingurinn í lagi, púkinn er enn í höfuðstöðu og skorðaður/skorðuð, legbotninn hefur hækkað um 2 1/2 cm og er nú 28,5 cm og hjartslátturinn hjá krílinu var flottur eða á bilinu 124-148, er það stelpu- eða strákalegur hjartsláttur..? ;o) Ljósmóðirin, læknirinn og Árni vildu öll að ég myndi hætta að vinna svo ég gat ekki annað en fallist á það og er því bara komin í laaangt frí... Ég ætla að fara að finna sér e-ð að dunda við á meðan ég bíður eftir púkanum eins og t.d. að prjóna handa honum/henni teppi og undirbúa komu hans/hennar, en við vorum sem betur fer ekkert byrjuð á því.

Vonum nú bara að dramatíkinni fari að ljúka og að það sem eftir er af þessari meðgöngu gangi sem allra best :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home