14.4.04

Jæja, best að reyna að klára þessa vitleysu..

Á fimmtudeginum fékk ég lánaðann bíl hjá frænda mínum og sótti skötuhjúin Kötu og Hrafn á flugvöllinn, að sjálfsögðu gat Kata ekki hugsað sér að vera án mín um páskana og hoppaði uppí næstu vél þegar að hún sá hvað það var leiðinlegt að hafa mig ekki á djamminu ;o) Það stóð mikið til því að FM píunni hafði áskotnast 3 miðar á Sugarbabes!!! Við sem áður höfðum grínast með það að skella okkur á þessa tónleika, lögðum nú leið okkar í höllina..fullar að sjálfsögðu!! Hehehe :o) Við Kata og Ragnhildur náðum síðustu 4 lögunum og fíluðum okkur eins og öldunga, meðalaldurinn var örugglega svona 14 ár (og þá tek ég alla foreldrana með í dæmið). Ég var soldið svekkt með þær á sviðinu, virtust ekki kunna nema eina hreyfingu..Og það lélega!!! Eftir tónleikana var haldið í VIP party með bandinu sjálfu á Mojito sem var lokaður nema fyrir boðsgesti, og að sjálfsögðu vorum við með boðsmiða ;o) Þar var gott djamm, fínn plötusnúður og mikið dansað. Fór í eftirpartý til Erlu og var komin heim um 6...

Meira seinna...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home