14.4.04

Suddapáskar!

Sukk og svínarí, það eru orð sem lýsa páskunum mjög vel... Það var mikið drukkið, mikið reykt og mikið borðað af subbumat, en það var allt í lagi því að ég dansaði rassinn af mér!!! Ég átti þetta líka inni því að ég vann samfellt í 20 klukkustundir laugardaginn 3. apríl!!! Hehehe, þetta var hið ljúfa líf en nú hefur kaldur veruleikinn tekinn við og ég er mætt í vinnuna á ný...

Á þriðjudaginn fór ég keyrandi suður með honum Snæbirni frænda mínum sem er meistarakokkur með meiru, fór einmitt í fermingarveislu til hans þann 4. og Guð minn góður hvað ég fékk gott að borða, ummmm.... Þegar ég kom suður byrjaði ég á því að kíkja til ömmu í mat og sturtu sem var afar ljúft. Næst var haldið heim til Ingvars og Karólínu og ég fékk loksins að hitta músina mína eftir 4 daga aðskilnað, það var yndislegt og hún lét mig lesa fyrir sig svona 20 bækur, hehehe :o) Fór síðan til Ragnhildar minnar að spila og að sjálfsögðu fengum við okkur nokkra kalda ;o)

Á miðvikudaginn lét ég langþráðan draum rætast og var fyrst okkar vinkvenna til að fara í fegrunaraðgerð!!! Hehe, nei ég fór ekki í sílikon (það er næst), ég fór í tannlýsingu!!! Aðgerðin lýsir sér þannig að tranturinn á manni er glenntur upp með einhverjum þvingum og efni pennslað á tannholdið til verndar því. Síðan er einhverju eitri pennslað á tennurnar og það skærasta bláa ljós sem ég hef augum litið látið skína á tennurnar í KLUKKUTÍMA!!! Var orðin ansi þreytt í kjaftinum þegar ég losnaði loksins við þvingurnar eftir klukkutíma og korter, en það var vel þess virði. Ég geng undir titlinum Miss Colgate þessa dagana :oD Nei, nei þær eru bara alveg passlega hvítar, fólk fær ekkert ofbirtu í augun þegar að ég brosi sko... Hehehe. (Náði ég að gabba einhvern með feitletruðu orðunum???)

Eftir fegrunaraðgerðina var aðeins sjoppað í Kringlunni og hafði ég gallabuxur og tvenna boli upp úr krafsinu, hvoru tveggja keypt í Vero Moda. Ég læt það duga og hélt heim til ömmu til að eyða smá tíma með Emelíu. Ása Vala kom síðan þangað og við tókum okkur til fyrir djammið og pöntuðum okkur pizzu. Þegar að Ingvar hafði sótt Míu litlu fórum við í frábært partý til Völlu þar sem gamlir skólafélagar úr MA og fleiri til voru í drykkjuleiknum skemmtilega. Það var frábært að hitta aftur Völlu, Hlíf, Eyrúnu og Fanney Dóru og ekki síðra að kynnast vinum hennar tveim, Rokkaranum öðru nafni Óla og Herra Vesturland 2000 (sem ég veit ekki hvað heitir réttu nafni..hehe). Ég semsagt kom í þetta partý bláedrú og labbaði þaðan út klukkutíma síðar vel kennd, þökk sé drykkjuleiknum!

Fórum í afmælispartý á Gaukinn sem að Addi Völlumaður, Andri Geir o.f.l. héldu.. Þar var frítt áfengi á boðstólum til 00 og ósjálfrátt kom útsöludýrið upp í mér, ég drakk og drakk, af því að það var FRÍTT!!! Maður er alltaf að græða, hehe. Drykkjan kom nú samt ekki í veg fyrir að ég ynni Eyrúnu í Pool... Gaman að því ;o) Ég hitti frændur mína Rúnar og Hörð Sigþórssyni í fyrsta skipti í langann tíma, alltaf gaman að skemmta sér með þeim. Hörður sem er 2 metrar á hæð var alltaf að taka mig upp og sveifla mér í hringi og í eitt skiptið rak ég lappirnar í járnhandrið, ahh marin rist eftir það...

Ég dansaði svo svakalega þetta kvöld, eignaðist nebbla nýjan djammfélaga ;o) Svo labbaði einhver náungi að mér þar sem ég var að spjalla við vini mína og spurði hvort að hann mætti fá mig lánaða í smástund og áður en ég gat svarað var hann fainn að sveifla mér til og frá á dansgólfinu.. Þarna kom samkvæmisdansa-kunnátta mín að góðum notum! Hann var nú hálfundarlegur þessi náungi, þegar ég losnaði loks úr sveiflunni sagðist hann hafa verið að fylgjast með mér á dansgólfinu og langað til að prófa mig.. PRÓFA MIG!?!?! Eru pikköpp línurnar virkilega orðnar svona í dag??? Hehe, hann bætti nú reyndar við að hann hefði verið að prófa danskunnáttuna og þrekið.. Og vitiði hvað, ég fékk bara dúndurgóða einkunn hjá herra Íslandsmeistara í samkvæmisdönsum, hehehe :oD Hef sjaldan eða aldrei skemmt mér jafn vel, það sem stendur uppúr er hvað ég kynntist frábæru fólki...Takk fyrir frábært djamm!!! :oD

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home