24.11.03

Ég stóð mig ótrúlega vel um helgina! Ég var ábyrga móðirin, góða dóttirin og duglegi námsmaðurinn... Allt í sama pakkanum! ;o) Þar af leiðandi var þetta afar viðburðalítil helgi (góð samt) og frá litlu að segja.

Á föstudaginn kom Kata til mín og við horfðum saman á Idol. ATH! Það var ekkert áfengi innbyrt á meðan!!! (Kata var að fara í vinnuna klukkan 23...) Ég fann mig ekki í sjónvarpsglápi og var komin í háttinn um eittleytið held ég.

Laugardagurinn fór síðan í tiltekt og þess háttar. Fór með mýsluna í göngutúr, eða öllu heldur fjallgöngu á Glerártorg þar eð við þræddum alla ruðninga sem við fundum og sungum: "Upp, upp, uppá fjall, alveg uppá brún. Niður, niður, niður, niður, alveg niðrá tún!" c",) Hrönn frænka kom til mín um kvöldið og við pöntuðum okkur Greifapizzu og ostabrauðstangir, umm.. Svo fór kvöldið bara í sjónvarpsgláp, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að reyna að fá mig í Sjallann á Papa. Dugleg stelpa, held barasta að það leynist í mér vottur af sjálfsstjórn eftir allt saman ;o)

Ég lá í leti í allan gærdag... Ohhh, það er svo gott að kúra. Sérstaklega ef að maður hefur einhvern (samt ekki bara einhvern) til að kúra hjá sér, sem gerist því miður allt of sjaldan :o(
Svo var tekinn ísrúntur í Brynju og frönskustopp í "Gellunesti" með Kötu. Til að toppa helgina þá ákvað ég klukkan tíu í gærkvöldi að vinda mér í heimspekiritgerðina sem ég er búin að vera fresta í tvær vikur! Ég ætlaði bara rétt að byrja á henni en það endaði með því að ég barasta kláraði hana, klukkan fimm í morgun!!!

Pantaði tíma í myndatöku fyrir prinsessuna, var alveg viss um að ég kæmist ekki að því að ég er alltaf á síðasta snúning með allt... En viti menn ég fékk tíma um næstu helgi hjá honum Finnboga sem er rosa flinkur. Hlakka til að sjá útkomuna, aldrei að vita nema maður verði með á einhverjum myndum... Úff, þá er það bara hausverkurinn með jóladressið á stelpuna, verð að redda því fyrir næstu helgi!!! Jæks :os Hef ekkert séð í þessum blessaða bæ sem að mér finnst ásættanlegt, það er allt annað hvort hryllilega skækjulegt eða þá hallærislegt! Sorry, það getur vel verið að þetta sé snobb í mér en ég kæri mig ekki um að klæða dóttur mína í minipils og netasokkabuxur á jólunum, eða nokkurn tíma ef út í það er farið... Vil bara fá sígildan, einfaldan og fallegan jólakjól!

Ég fór í klippingu/litun til Hrannar í morgun!!! Hún setti í mig ljósan og brúnan lit og svo e-ð sem átti að verða koparlitað en varð hálfappelsínugult... Var fyrst í sjokki yfir þessu, en við nánari umhugsun þá finnst mér þetta bara töff! Svo er ég komin með "týpuklippingu" (e-ð nýyrði sem Hrönn fann upp), þ.e.a.s skakkan topp og sítt að aftan, algjör gella hehehe...

20.11.03

Ég hef enga sjálfsstjórn, það er alltof auðvelt að fá mig út í e-ð... Í gær var ég t.d. búin að ákveða að vera góða dóttirin og sitja heima að læra. Það tók Kötu ekki langan tíma að sannfæra mig að ég yrði að koma með henni á kaffihús... Við fórum á Kaffi Akureyri og ég ætlaði að fá mér kakó af því að mér var svo kalt, en Kata var ekki lengi að sannfæra mig um það að bjórinn myndi yla mér betur... Svo ég fékk mér TVO!!! Spurning hvort að það sé Kata sem hefur svona mikinn sannfæringarkraft eða ég sem hef svona litla sjálfsstjórn???

Það helltist yfir mig kaldur veruleikinn í morgun, það eru tvær vikur í PRÓF!!! Og ég sem er tveimur vikum á eftir áætlun, en það hefur aldrei gerst áður... (yeah right :oÞ) Þá er bara að bretta upp ermarnar og spýta í lófana, próflestur: Here I come!!!

Veit ekki hvort ég ætla í skólann aftur eftir áramót (þetta er svo brjálað dýrt), veit yfir höfuð ekkert í minn haus þessa dagana... Mig langar að fara að leigja eftir áramót en ég ætlaði líka að borga betur niður skuldir áður en ég færi í þann pakka, æi ég veit það svei mér ekki?!? Ég er búin að vera með skelfilegan hausverk síðustu daga, annað hvort er ég að bræða úr heilabúinu eða þá að mitt ástkæra mígreni er að taka sig upp aftur :o(

Úff, þetta er nú svo hræðilega niðurdrepandi blogg að ég ætla að láta fylgja með nokkrar fyndnar aðvaranir sem ég fékk sendar í vinnutölvupóstinn:

Leiðbeiningar aftan á þekktri "meik" tegund:
"Do not use on children under 6 months old.".
Auðvitað byrjar maður ekki að mála börnin sín fyrr en þau eru orðin 7 mánaða.


Leiðbeiningar á Sears hárblásurum:
"Do not use while sleeping"Einmitt þegar mér finnst skemmtilegast að dúlla í hárinu á mér.


Þetta stóð á umbúðum utan af Dial sápu:
"Use like regular soap"
Og hvernig á aftur að nota svoleiðis?


Á umbúðum af SWANN frystimat:
"Serving suggestion: Defrost"
Mundu samt ... þetta er bara uppástunga.


Hótel lét baðhettu í boxi fylgja með hverju herbergi, og á boxinu stóð:
"Fits one head."
Sérðu ekki fyrir þér ... einhverja tvo vitleysinga ... með eina baðhettu ...


Á botninum af Tiramisu dessertinum frá Tesco stendur:
"Do not turn upside down".
OF seinn ... þú tapaðir.


Þetta stendur á búðing frá Marks & Spencer:
"Product will be hot after heating"
Jæja ...


Á pakkningum af Rowenta straujárni:
"Do not iron clothes on body."En myndi það nú ekki spara mikinn tíma.


Á hóstameðali fyrir börn frá Boots:
"Do not drive car or operate heavy machinery."
úbbs, Emelía! Það er best að ég keyri núna...



Jólasería frá Kína var mertk á eftirfarandi hátt:
"For indoor or outdoor use only."En ekki hvar ... ???


Leiðbeiningar sem voru á miða með blá, hvít og rauðköflóttri skyrtu segir:
"Munið að þvo liti aðskilda".Ehhh ... já ... áttu nokkuð skæri.


Leiðbeinginar á ónefndri örbylgju popp tegund segir manni að
"taka plastið af áður en sett er í örbylgju".
Málið er, að til að geta lesið leiðbeiningarnar verurðu að vera búinn að taka plastið af og fletta pokanum í sundur ......


Framan á kassa af "Töfradóti" fyrir krakka, er mynd af strák sem er klæddur eins og töframaður. Aftan á kassanum stendur:
"Notice, little boy not included".
Ohhhhhh ....... mig sem var farið að hlakka svo til að eignast vin.



Lítill miði var festur á "Superman" búning. Á honum stóð:
" WARNING: THIS CAPE WILL NOT MAKE YOU FLY".Núúúú ... þá kaupi ég hann ekki.


Á flösku af linsuvökva stendur
"Remove lenses from eyes before cleaning".
Sérðu ekki fólk fyrir þér vera að spreyja hreinsiefni í augun ... duhh.



Eitt sem ég skil ekki. "Waterproof" maskarar ... á þeim stendur:
"Washes off easily with water".
Hmmm .... skiliggi málið.


Á hliðinni á flösku af ónefndri rommtegund stendur:
"OPEN BOTTLE BEFORE DRINKING". Maður þarf nú að vera búinn að fá sér þokkalega mikið til að fatta það ekki.


Þetta stóð aftan á sótthreinsandi hreinsiefni:
"If you can not read English, do not use this product until someone explains this label to you." Ehhhh .....


Þetta gerist bara í USA ... á DRIVE-IN veitingastað mátti sjá skiltið
"Við bjóðum einnig uppá matseðla á blindraletri".
Think about it ....



Emelía fékk kort á fyrsta afmælisdaginn sinn.
Á kortið var fest nælu-merki og á því stóð "1" í fallegum rauðum lit.
Aftan á nælunni stóð hins vegar:
"Sharp edge, not for children under 5"!!

Einn félaginn var að spila "pinball" og gekk ekkert alltof vel. Eftir að hafa tapað þremur kúlum á tveimur mínútum kom vélin með skilaboð til hans:
"Use the flippers!".
...og hann sem var búinn að reyna að stýra kúlunni með hugarorkunni allan tímann.


Í auglýsingu fyrir Land Rover mátti sjá bílinn þjóta yfir straumharða á, stökkvandi yfir hæðir og þess háttar. Lítill texti stóð neðarlega á skjánum:
"Don´t try any of this".
... til hvers þá að kaupa Land Rover ..


Þetta stóð í bæklingi með sjónvarpi:
"Do not pour liquids into your television set."
ohhh ... og ég sem ætlaði að breyta mínu í fiskabúr um helgina


Viðvörun á kveikjara: "Do Not Ignite Near Face".
Hvernig á þá að kveikja í sígarettunni ....


15.11.03

Það er laugardagur og ég er komin í fíling... I´m the dancing Queen!!! Framundan er hörku djamm, ég og Kata ætlum í Sjallalalalann! Ég fæ frímiða á Í svörtum fötum (Og Vodafone) og við ætlum að skella okkur með Hrafni og félögum...

Við Kata höfðum það hyggeligt í gærkveldi, horfðum á Idol með rauðvínsglas í hönd þar sem að pabbi minn var svo elskulegur að opna eina af TÍU rauðvínsflöskunum sem hann vann í e-rju veðmáli :oD Ohhhh.... Helgi Rafn, ég elska þig!!! Ég og Kata héldum ekki vatni yfir stráksa, líkt og 52% þeirra sem kusu!!! Ef ég væri 18 ára þá myndi ég sko... Úff! Hehehe ;o)

Reynið að toppa þetta...

You're Perfect ^^
-Perfect- You're the perfect girlfriend. Which
means you're rare or that you cheated :P You're
the kind of chick that can hang out with your
boyfriend's friends and be silly. You don't
care about presents or about going to fancy
placed. Hell, just hang out. You're just happy
being around your boyfriend.


What Kind of Girlfriend Are You?
brought to you by Quizilla

Og nei, ég svindlaði ekki!!!

14.11.03

Þetta er kvikmyndin sem á að lýsa mér best... Hvað finnst ykkur?

CWINDOWSDesktopBringiton.jpg
Bring It On!


What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla

Takið prófið!

13.11.03

Jæja þá er hún Ragnhildur mín á bak og burt eftir vikudvöl hér nyðra en í stað hennar fékk ég Kötu!!! Sem betur fer því ég var passlega farin að venjast því að hafa einhvern að leika við... Ég og Ragnhildur vorum báðar karlmanns- og barnlausar um helgina þar sem að Emelía fór til pabba síns á laugardaginn og kom ekki aftur fyrr en á þriðjudag! Við nýttum okkur það auðvitað í botn... Ragnhildur kom og náði í mig í vinnuna klukkan fjögur á laugardaginn og við fórum í Brynju og keyptum okkur ís, rúntuðum svo um bæinn á meðan við gæddum okkur á besta ís í heimi ;oÞ Svo fórum við "heim" til Ragnhildar, settum DVD í tækið, lögðumst í sitthvorn sófann og steinsofnuðum að sjálfsögðu!!! (Mæli ekki með því að leggja sig í tveggja sæta leðursófa) Við vöknuðum rúmlega átta (um kvöldið) og ákváðum að drífa okkur út, okkur fannst eiginlega ekki annað hægt miðað við aðstæður ;o) Svo við fórum á Greifann og fengum okkur að borða, vorum síðasta borðið í hús og við fengum það á tilfinninguna að við værum ekki vel liðnar, enda klukkan rétt að verða tíu...

Í reykstofunni hittum við svo Hreim í Landi og sonum og kærustuna hans (sem er ótrúlega sæt) en hann var að fara að spila í Sjallanum seinna um kvöldið og vildi endilega bjóða okkur á ballið! Við þáðum það þó að hvorug okkar sé mikið gefin fyrir þetta band, hvenær afþakkar maður sossum frímiða... Við héldum svo aftur til Ragnhildar eftir ágætis máltíð, ég var ekki alveg nógu sátt við pastað mitt með humarhölunum þar sem ég taldi þrjá humarhala og tíu rækjur! Þar hellti Ragnhildur í sig bjór á meðan við rifjuðum upp gamla tíma og ræddum um heima og geima, aðallega karlmenn og uppeldi (saman og í sitthvoru lagi) ;o) Ég ákvað að vera "edrú" og það átti svo sannarlega eftir að koma mörgum á óvart þetta kvöld, algeng setning var: "Ert ÞÚ edrú?!?!.. Til hamingju!" Veit ekki alveg hvað mér á að finnast um það...

Við fórum á Karó og rifjuðum upp gamlan fíling og ákváðum svo að kíkja í Sjallann fyrst að við áttum á annað borð miða. Ég hef aldrei á ævinni séð svona FÁA í Sjallanum, við bókstaflega vorkenndum hljómsveitinni... Þetta var hálf sorglegt! Við stoppuðum samt og dönsuðum við nokkur lög (eiginlega bara af vorkunsemi við Hreim og félaga), ég var búin að gleyma hvað það er fyndið að fylgjast með ölvuðu fólki sem er að skemmta sér þegar maður sjálfur er edrú :oD

Heyrði líka eina nýja pikköpp línu í þessari ferð... Ég stóð við barinn og var að bíða eftir afgreiðslu þegar að e-r maður kemur við hliðina á mér, horfir beint fram og segir: "Nei, nei, nei... Hvaða svaka gella er nú þetta???" Ég leit í kringum mig og segi: "Ha? Ertu að tala við mig?" Hann: "Já, sérðu gelluna þarna?" Ég lít í kringum mig og segi, nei hvar? Hann: "Beint fyrir framan þig... Í speglinum!" Hehehehe.... Ég sprakk úr hlátri yfir tilburðunum og labbaði burt, fékk síðan hálfpartinn móral yfir að hafa verið svona nasty...

Kíktum að lokum inn á Kaffi Akureyri en þar var pakkað og mjög gaman. Ragnhildur var alveg í sjokki yfir því hvað við hittum fáa sem að við þekktum, ég benti henni á að svona væri þetta í dag... Það eru allir fluttir burt!!!

Sunnudagur fór svo allur í leti, ég svaf til rúmlega tvö en þá vaknaði ég við símann!!! Þetta hefur barasta ekki gerst síðan áður en ég átti Emelíu, þetta var voða ljúft... En ég saknaði hennar! Við erum vanar að vera saman í leti á sunnudögum, fara saman á fætur og fá okkur að borða, leggjast upp í rúm og kúra yfir barnaefninu og vera í náttfötunum fram yfir hádegi... Það voru því fagnaðarfundir á flugvellinum á þriðjudaginn ;o)


Já, hún Kata er komin aftur... Við eigum það til að taka upp á ýmsum uppátækjum við slíkt tilefni! T.d. Ég, Kata og Ragnhildur fórum á þriðjudagskvöldið á Karólínu og fengum okkur langþráðan ölsopa í góðri stemningu. Það vildi svo vel til að meðferðis var digital myndavélin hennar Kötu, sem er frábær græja!!! Við náðum hreint út sagt frábærum "shake your head" myndum af Kötu, það er ótrúlegt hvað andlitið á henni er teygjanlegt!!! Síðan fórum við niður í Víking minjagripaverslun (Ragnhildur var að sjá um búðina fyrir bróður sinn) til að ná í hleðslutækið hennar Ragnhildar... Þar fengum við þá frábæru hugmynd að finna hallærislegustu fötin í búðinni og stilla okkur upp fyrir myndatöku... Þessar myndir eru algjör snilld!!! Ég hef sjaldan eða aldrei hlegið eins mikið á einu kvöldi :oD

Eftir vinnu í gær komu Kata og Ragnhildur og sóttu mig og við fórum á Peng´s og fengum okkur að borða, þvílíkir skammtar!!! Við borðuðum og borðuðum þangað til að við gátum alls ekki meir, en samt var hellingur eftir... Ohh, mig langar í afganginn af núðlunum mínum núna! Þegar við Kata vorum búnar að keyra elsku Ragnhildi á flugvöllinn og Hrafn á æfingu og ég búin að koma Míu í rúmið, plöntuðum við okkur upp í sófa og fórum að horfa á DVD. Fyrir valinu varð "Það besta úr 70 mínútum" og þvílík snilld!!! Við grenjuðum úr hlátri... Ég mæli eindregið með þessu sjónvarpsefni, þetta eru svo miklir hálfvitar að það er ekki annað hægt en að hlæja að þeim.

Við vorum hinsvegar ekki hálfnaðar með diskinn þegar að Hrafn og Jón Loftur vinur hans hringdu og buðu okkur í bíltúr. Þeir voru meira að segja búnir að kaupa kók og nammi sérstaklega handa okkur!! Eftir tvo hringi í miðbæinn var nammið búið svo að það var brunað í gellunesti og keypt meira nammi... Síðan fórum við á bílasölurúnt og því næst að skoða hús, ég er nebbla búin að finna draumaíbúðina! Hún er í Akurgerði og er fimm herbergja og fullkomin í alla staði... Hún bara kostar aðeins of mikið, 12,9 milljónir!!! Svo ef það er einhver þarna úti sem vantar bráðnauðsynlega að losna við smá pening, þá endilega að láta mig vita ;o)

Svo tókum við rúnt upp á golfvöll og þá fengu strákarnir þá hugdettu að fara í golf (klukkan var rétt að verða tólf á miðnætti)! Svo það var farið heim til mín og ég náði í þrjár kylfur og driver. Síðan var farið af stað að leita að hentugum golfvelli... Strákarnir fóru fyrst niður í smábátahöfn en ég var ekki alveg að samþykkja undirlendið þar, snjór og grjót er sennilega ekki það besta fyrir golfkylfur!

Við enduðum á túninu sem er rétt hjá húsinu hennar Kötu og skutum boltunum út í sjó, eða það ímynduðum við okkur allavega... Það var hryllilega gaman og ég get barasta ekki beðið eftir að fara spila golf næsta sumar!!! Það væri alveg ágætt að fá aftur snjó svo að ég geti fengið útrás fyrir hina delluna mína... Vélsleðaakstur!!!

Úff, ég held að ég láti þetta duga í bili...

Ætla að fara og kitla hláturtaugarnar með restinni af 70 mín!

5.11.03

Ég hef ákveðið vegna fjölda áskorana og jafnvel hótanna um að verða sparkað úr bloggheimi fari ég ekki að standa mig í stykkinu, að blása rykið af lyklaborðinu og opinbera það sem mér býr í brjósti!

Hef verið frekar andlaus undanfarið og þó að ég hafi kannski haft nóg að segja þá hef ég ekki getað komið því frá mér, kannski það stafi af því að ég lokast stundum... Við þurfum öll ákveðið prívasí annað slagið, en nú er ég sem sagt búin að opna aftur ;o)

Það er merkisdagur í dag því að ástkær móðir mín er FERTUG!!! Er maður að verða gamall eða? Ég man eftir mömmu á okkar aldri, 22 ára gellu (þá var ég sko 5 ára)!!! Ekki það að í dag er mamma mín miklu meiri gella en nokkru sinni fyrr :o)

Skrítið hvernig lífið tekur stundum krappa U-beygju og leiðir mann á allt aðrar slóðir en maður sjálfur hafði hugsað sér að fara... Get ekki varist því að spá í það hvort að það séu til "örlög" eða hvort að allt sem gerist sé afleiðing einhvers sem að við gerðum einhvern tíman. Mér finnst hugmyndin um "örlögin" rómantískari og ég er að hugsa um að halda mig við þá kenningu...

Ég gafst upp í átakinu!!! (já nú hugsa sumir: "Ég vissi að hún myndi ekki endast!!!" Þið þekkið mig...) Ég er samt búin að vera dugleg að labba og drekka vatn og ég hugsa meira um hvað læt oní mig, ég er bara ekki týpan í e-ð átak... Það vex mér bara í augum og ég gefst upp, miklu betra að gera þetta svona ómeðvitað ;o)

Ég er ótrúlega glöð því að Ragnhildur mín er komin til mín á "Fanneyri" (hér er allt að snjóa í kaf!!!) og verður hjá mér næstu vikuna!!! Og Kata er líka komin á klakann og kemur senn til Svölu sinnar... Ég er ekki lengur ein í heiminum og fæ loksins einhvern til að leika við, jibbí!!!

Læt þetta duga í bili...

S