20.11.04

Afsakið hlé.........

Ætli það sé ekki best að reyna að hrista af sér slenið og fara að blogga aftur, veit sossum ekki hvort að það sé til einhvers... Það eru örugglega allir löngu búnir að gefast upp á að skoða þessa síðu. :-/

Ég hef fréttir!!! Reyndar gamlar fréttir en fréttir engu að síður... Hann Árni minn var einn af 20 sem að komust inn í lögregluskólann, en eins og flestir vita var rosaleg ásókn og ég er því ófeimin við að monta mig af kallinum :o) Skólinn er að sjálfsögðu staðsettur í Reykjavík og því er kallinn að flytja um áramótin......og ég líka!!! Jamm, það hlaut að koma að því að maður flytti í borg óttans. Það er næstum allt klárt, ég byrja að vinna hjá Vodafone fyrir sunnan 10. janúar, stelpan er komin með leikskólapláss og byrjar í aðlögun 4. janúar og skólinn hjá Árna byrjar 5. janúar. Það eina sem vantar er ÍBÚÐ!!! Ég er að verða biluð á þessari húsnæðisleit, við ætlum að kaupa okkur 4. herbergja íbúð, en það gengur bara ekkert upp!!! Við erum búin að finna fullt af íbúðum sem að okkur lýst vel á, enda búin að vera að leita síðan í september, en um leið og við viljum fá að skoða eða gera tilboð þá er barasta búið að selja!!! Það er ömurlegt að vera ekki á staðnum og geta stokkið af stað um leið og e-ð dettur inn. Ég er að segja ykur það að markaðurinn er bara CRAZY, sumar eignir eru ekki nema hálfann daginn á söluskrá og þá eru þær seldar :o( Árni ætlar að fara suður í næstu viku og vera í nokkra daga til að skoða, vonandi dettur e-ð uppí hendurnar á okkur þá... Ef ekki; Er ekki einhver til í að hafa fjögurra manna fjölskyldu inná sér í óákveðinn tíma???

Að öðru leyti er bara allt við það sama. Það tekur sig ekki að fjalla um félagslífið því það er EKKERT!!! Ég er ein eftir hér á eyrinni, fyrir utan hana Berglindi mína Yngvadóttur sem kemur í veg fyrir að ég verði félagslega þroskaheft, og fer varla útúr húsi nema til að fara í vinnuna eða í NETTÓ. Mér tókst meira að að segja að næla mér í þessa fínu ælupesti um síðustu helgi þegar að Kata mín kom til að fara með mér á djammið, þannig að það varð ekkert úr djammi ;o( Ég hef ekki farið á djammið í háu herrans, og það eru ekki ýkjur! Spyrjið hvern sem er...

Ég gæti hins vegar litið á björtu hliðarnar og hugsað sem svo að ég sé loksins farin að standa við áramótaheitin mín. :o) Kannski ekki seinna vænna, árið er víst að verða búið...

1. Ég er hætt að reykja, ekkert gaman að því þegar maður hefur engann til að reykja með.

2. Ég er búin að skila bókasafnsbókunum, fyrir ekki svo löngu síðan og ef að Kata var á svörtum lista hjá bókasöfnum landsins þá veit ég ekki hvað sá listi kallast sem að ég var sett á. Það var allavega sett á mig nálgunarbann enda held ég að ég hafi slegið heimsmetið í að vera alltof lengi með bókasafnsbækur eða eiit og hálft ár! :os

3. Ég er hætt að fara aftur í rúmið þegar ég er búin að keyra Emelíu á leikskólann, núna þarf ég nebbla að fara beint í vinnuna en ég nota klukkutíma matartímann minn til þess að leggja mig.

4. Ég er svo sannarlega búin að drekka miklu meira af vatni en áfengi á síðustu misserum.

5. Ég gerði heiðarlega tilraun til að koma mér í form, byrjaði meira að segja hjá einkaþjálfara en varð að hætta vegna meiðsla. En ég er allavega sátt við vigtina og er sossum ekkert í slæmu formi...

6. Þetta með að mæta á réttum tíma í vinnuna, "ég er bara eins og ég er", eins og stendur í einhverjum textanum :o)

Well, ætli ég segji þetta ekki gott í bili. Ég veit að þetta er gömul lumma en ég skal reyna að vera duglegri við að blogga ;o)

9 Comments:

At 23. nóvember 2004 kl. 15:37, Blogger Kolbrun said...

fjögurra manna fjöskylda!....ég veit sko ekki neitt, en á Árni eitt, eða ert þú kannski...

 
At 25. nóvember 2004 kl. 14:09, Blogger Rokkarinn said...

Gút for jú!
Gaman samt að sjá eitthvað bloggettí blogg eftir þig... var reyndar búinn að gefast upp :þ
En þú verður samt að halda þig við efnið... spurning um að þú setir það inn í áramótaheitið næst að blogga meira?!? Þó að það sé ekki nema vikulega...

 
At 25. nóvember 2004 kl. 17:04, Blogger Svala Fanney said...

Hehe, það er von að þú spyrjir Kolla mín... já, Árni á stelpu sem er 9 ára :o)

 
At 10. desember 2004 kl. 12:57, Blogger Svala Fanney said...

Og já Kolla, ég er... ;o)

 
At 12. desember 2004 kl. 20:19, Blogger Kolbrun said...

vúvú...rosa langt síðan ég kom seinast, átti ekki von á því að fá svar... Hjartanlega til hamingju :*

 
At 16. desember 2004 kl. 15:06, Anonymous Nafnlaus said...

ertu hvað?

 
At 17. desember 2004 kl. 09:39, Blogger Svala Fanney said...

BOMM! :-D

 
At 19. desember 2004 kl. 14:07, Anonymous Nafnlaus said...

ertu ólétt?

 
At 19. desember 2004 kl. 14:08, Blogger Svala Fanney said...

Hver spyr??? ;o)

 

Skrifa ummæli

<< Home