16.4.04

Það er búið að vera tómt vesen á blogginu í dag, en virðist vera komið í lag núna.. Ég fékk símhringingu áðan frá starfsmannastjóra Og Vodafone, hún og sölustjórinn vilja fá að hitta mig á Hótel KEA á þriðjudaginn! No high hopes en þið megið alveg senda mér góða strauma, væri algjör draumur að fá þessa stöðu :o) Svo var verið að bjóða mér í veislu í Svarfaðardal með forsetanum og biskupnum á verkalýðsdaginn. Ég verð þar í hlutverki verkalýðsins og á að sjá um að þjóna þessu liði á meðan það heldur daginn hátíðlegan, hmmm...

Annars er lítið að frétta, beilaði á árshátíð hjá Kaffi Akureyri í kvöld. Hún verður haldin á Sauðárkrók, gist á hóteli, gott að borða, frítt áfengi og HEITUR POTTUR! Samsetning hefur stundum valdið skandal... En ég þarf víst að vinna í búðinni á morgun :o( (kannski sem betur fer, hehe). Er líka að hugsa um að taka til í fataskápnum mínum (sem BTW er heilt dagsverk) og klára að dekóreita herbergið hennar Míu á morgun, FUN FUN FUN...

Góða helgi allesammen ;o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home