23.9.04

Gott kvöld góðir hálsar, hvar svo sem þið eruð (Brakúla greifi).

Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum að mig hefur hrjáð bloggleti á háu stigi, það er nefnilega þannig með mig að því lengra sem líður á milli færslna, því erfiðara verður það fyrir mig að byrja aftur því að þá hef ég frá svo mörgu að segja og veit ekkert hvar ég á að byrja..? Ég er að hugsa um að fara að ráðum Rokkarans og gera lista:

1. Sumarið
2. Kanarí
3. Skóli
4. Litli bró

1. Sumarið
Var mjög ljúft en alltof fljótt að líða. Það var sossum ekki mikið ferðast, skrapp 1 sinni til Reykjavíkur, 2 stykki ættarmót, sumarbústaðarferð með börn og buru og útilega á Dalvík á Fiskidaginn Mikla. Ég fékk 3 vikur í kærkomið sumarfrí eftir mikla vinnutörn, sem ég tók á sama tíma og dóttirin var í fríi á leikskólanum. Ég notaði það að mestu í að jafna mig eftir magasárið sem að ég var komin með eftir óhóflegt álag og óheilbrigt líferni... Þetta var samt sem áður yndislegur tími og það voru farnar ófáar sundferðirnar, göngutúrar og pikknikkferðir. Ég hafði bæði Berglindi og Kötu hjá mér í sumar og var því mikið djammað fram að magasári, hehehe... Við vorum allar að vinna hér í miðbænum og gátum því hist í hádegismat og slúðrað, stelpur ég sakna ykkar svoooo!
2. Kanarí
Á afmælinu hennar Kötu bauð Hildigunnur okkur (mér, Kötu og Berglindi) að taka þátt í verkefni sem að Kjartan var að hrinda í framkvæmd. Í þessu verkefni fólst að fara til Kanarí með hóp 10 krakka frá Íslandi og blanda þar geði við 10 heimamenn og 10 krakka frá Sikiley, allt (flest) krakkar á aldrinum 20-26. Þessir hópar frá Sikiley og Kanarí eru miklir umhverfissinnar og útivistarfólk og eru þeir til að mynda báðir með starfrækt samtök, á Kanarí heita samtökin Tazzay og sáu þau alfarið um að skipuleggja dagskránna. Ferðin byrjaði vel hjá seinheppnu Svölu, við Kata tókum FlyBus til Keflavíkur og þegar að ég var búin að sækja töskurnar mínar í farangurshólfið þá dúndraði helv.. bílstjórinn hurðinni í hnakkann á mér!!! Ég labbaði inní Leifsstöð hálf vönkuð og hissa og kemur þá ekki kallinn á eftir mér, til að biðjast afsökunar?? Neeeei! Hann spurði ekki einnu sinni hvort að það væri í lagi með mig heldur gubbaði því útúr sér að svona þyrfti alltaf að koma fyrir HANN!! Halló, hver er fórnarlambið hér?!? Við flugum síðan til London og allir fengu töskurnar sínar...NEMA HVER? Nú auðvitað seinheppna Svala! Við biðum í meira en klukkutíma og loksins kom taskan, öll sundurtætt!!! Ferðin var í alla staði frábær, veðrið með besta móti svo að ég tali nú ekki um félagsskapinn ;o)
3. Skólinn
Já haldiði að mín sé ekki barasta loksins komin í háskóla!!! Ég ákvað mér til gamans að sækja um í diplómanám í verslunarstjórnun í Viðskiptahákólanum við Bifröst og mér til mikillar undrunar komst ég þar inn þrátt fyrir mikla ásókn. Ég stunda því fjarnámið af kappi og gengur bara vel :o)
4. Litli bró
Ég get ekki látið það í friði að monta mig aðeins af Ragnari Snæ litla bróður en eins og mörg ykkar vita þá er hann mikill íþróttamaður. Hann er nú að upplifa drauminn sinn því að hann er farinn að spila með meistaraflokk KA í handboltanum og fær þvílíkt góða dóma!! Svo var hann valinn í landsliðið á dögunum og var að koma heim frá París þar sem að þeir spiluðu á móti Frökkum og Spánverjum. Ég vitna í heimasíðu KA: "Á föstudag lék landslið okkar við gestgjafana frá Frakklandi. Andri Snær hvíldi þann leik en Ragnar spilaði aðallega vörnina sem hann gerði að miklum krafti og var valinn maður leiksins af Heimi landsliðsþjálfara í 20-18 sigri Íslands. Ragnar skoraði einnig 1 mark í leiknum."

3 Comments:

At 24. september 2004 kl. 15:18, Blogger Rokkarinn said...

HAHAHAHAHA! KJÉMUR!!!

 
At 28. september 2004 kl. 12:08, Blogger berglind said...

jaeja og svo framhaldid!!!

 
At 19. október 2004 kl. 20:28, Blogger Rokkarinn said...

Dæ ræ ræ... dsjilli dsjei... hva?!? ekkert að gerast hérna...? Ég er alveg viss um að þú sért búin að gleyma restinni :$

 

Skrifa ummæli

<< Home