21.1.04

Það er e-ð vesen með kommentakerfið, bölvað drasl!

Síðustu dagar hafa verið rólegir, ég eyði kvöldunum ein uppí sófa með sænginni minni og jafnvel bók eða tímariti... Er búin að fá gleraugun mín endurheimt frá móður minni og nýt þess því að lesa á ný. Eins og ég er mikil félagsvera finnst mér voða gott að draga mig inní skelina mína einstöku sinnum og njóta þess að vera ein með sjálfri mér. Þá dett ég jafnan í heimspekilegar vangaveltur um mig og hver ég er og hvar ég er stödd núna... Er ekki enn komin að niðurstöðu, þarf held ég að velta þessu aðeins betur fyrir mér. Var ansi nálægt því í gærkvöldi en bara steinsofnaði, held að þessar pælingar hafi ollið mér vægast sagt undarlegum draumförum í nótt.

Ég og Kata horfðum á Idol sl. föstudag heima hjá mér með gamla settinu og stútuðum tveimur rauðvínsflöskum í leiðinni, þær hefðu verið þrjár ef að heimabruggaða rauðvínið sem að mamma hennar Kötu var svo "góð" að gefa okkur hefði ekki verið algjör VIÐBJÓÐUR!!! Meira að segja pabbi minn sem er algjör harðjaxl spýtti því útúr sér og sagði að það væri verra en versti gambri :oÞ Við skelltum okkur svo á ALI þar sem við rifjuðum upp gamla POOL takta frá því í denn og svolgruðum bjór ;o) Tilþrifin voru ansi skrautleg og við skulum bara segja að það hafi endað með jafntefli ;o) Síðan lá leið okkar á Kaffi Akureyri, en fyrst urðum við að koma við í Nætursölunni og kaupa tyggjó. Nú það endaði ekki betur en svo en að einhver 15 ára gutti fór að rífa kjaft af því að við báðum hann um að reykja úti, sagði meira að segja að ég væri með stóran rass!!! Já og með ljótan stíl!!! Hvað sem hann sossem meinti með því??? Huh, þvílík móðgun... NOT! Allavega ekki úr kjafti 15 ára gutta sem hefur ekki hundsvit á stíl og hefur ekkert annað en óþroskaða, mjaðmalausa rassa fyrir augunum allan daginn! Þú hættir að stækka ef að þú reykir kallinn!!! Hehehe :o)

Það var einhver hljómsveit sem að ég man ekkert hvað heitir að spila á Kaffinu. Þeir voru bara drullugóðir (minnir mig) og við Kata áttum dansgólfið, enda ekki margir á staðnum ;o) Trommarinn og bassaleikarinn reyndu án árangurs að heilla okkur upp úr skónum með alls konar pikköpp línum, sem var bara gaman og fyndið :o) Allavega skemmtum við okkur konunglega og vorum ekki sáttar þegar það var lokað rúmlega 3! Hlupum yfir í Sjallann því við vorum sko ekki á leiðinni heim! Þar var hann Palli perri að spila uppá sviði... Það voru nokkrir að dansa upp á sviði og Kata var sko ekki lengi að vippa sér þangað upp, ætlaði að draga mig með sér en ég streittist á móti. Það þýddi nú lítið því að einhver stór og sterkur strákur (sá hann reyndar ekki, en það hlýtur að vera) lyfti mér uppá sviðið, og þar fengum við útrás fyrir sýniþörfina í smá stund. Allavega þá var þetta mjög skemmtilegt og óvænt djamm þó svo að ég muni kannski ekki alveg allt...

Nú er Kata strax byrjuð að freista mín fyrir næstu helgi... Það eru Papar! Ooo, ég vildi að þeir væru helgina eftir á afmælinu mínu! En þá eru Stuðmenn og ég er eiginlega komin með gubbu á þeim, búin að fara svo oft. Á ég að sleppa samviskubitinu og fara með kellu??? Ahh, þetta er erfitt :o/ Hugsa samt að ég skelli mér og taki því svo rólega á afmælinu, flýti því bara um eina viku ;o)

19.1.04

Hér er allt á kafi, og þá meina ég KAFI í snjó og 10 stiga FROST!!! Ég man ekki eftir að það hafi komið svona mikill snjór í langan tíma. Mér finnst það reyndar fínt er búin að blása rykið af skíðunum og er alltaf á leiðinni að vaxa þau svo ég geti skellt mér í fjallið, hef ekki enn komist á sleða af neinu viti...

Ætlaði í gær því gamla settið fór í dalinn með sleðann en ég var búin að lofa að vera með förðunarnámskeið fyrir NuSkin kynningaraðilana það átti að taka 1 og hálfan tíma og ég ætlaði að bruna út í dal að því loknu, en neeei! Þegar ég var búin að halda fyrirlesturinn (klukkutími) og klára sýnikennsluna (hálftími), þá settist næsta í stólinn og bara: jæja, ég er til.... Arg! Þá var buddan sem að bað mig um þetta búin að segja að þær gætu allar fengið förðun hjá mér og ég myndi benda þeim á liti sem að færu þeim vel og blablabla... Þannig að þetta tók rúma ÞRJÁ tíma og það varð ekkert úr sleðaferðinni :(

Later...

Jæja ætli það sé þá ekki kominn tími til að hrista af sér jólaslenið og blása rykið af lyklaborðinu, enda janúar vel hálfnaður...

Jólin voru yndisleg í alla staði, letipúkinn í mér fékk algjörlega að vera í friði fyrir öllu sem heitir vinna, tiltekt, eldamennska o.s.f.v. Aðfangadagur fannst mér samt soldið erfiður og skrítinn, Emelía var nefnilega hjá pabba sínum... Ég var hálf utan við mig við hátíðarborðið og fannst það allra mikilvægasta vanta, ég var því ekki lengi að hendast út úr dyrunum þegar að Ingvar hringdi um átta leytið og bauð mér að taka hana :o) Við vorum að opna pakka til rúmlega ellefu, þvílíkt var pakkaflóðið. Það þarf tæpast að taka það fram að Emelía átti svona 3/4!!!

Það var dásamlegt að geta eytt hátíðunum (djammað) í faðmi vina sinna sem að maður sér ekki mikið af, takk stelpur fyrir yndislegar samverustundir!!! Ég er svona smá saman að trappa mig niður í djamminu, tekur sig samt varla því framundan er afmælið mitt og spánarreisa!!! Já ellin er að færast yfir mann hægt og bítandi, mín eigin móðir fékk næstum áfall þegar hún uppgötvaði að ég væri að verða 23 ára!!!! Úff... Get ekki að því gert að finnast ég hálf glötuð, komin vel á þrítugsaldurinn og engu búin að áorka. En sjáið bara til, það rætist úr mér einhvern daginn... Hugsa að það endi með því að ég verði yfirmaður fréttastofu Stöðvar 2! ;o) Annars lít ég hýru auga til starfs flugfreyja... Það var verið að auglýsa sumarstörf hjá Icelandair og ég er að hugsa um að láta reyna á það. Fyndið, það var tekið skýrt og greinilega fram að MYND yrði að fylgja... Ætli maður geti ekki gleymt þessu strax fyrst að maður er ekki með neinn fegurðardísartitil á ferilskránni...

Já það styttist í langþráð ferðalag mitt til Spánar... Ég og Ragnhildur ætlum að skella okkur í þessa ævintýraferð þann 4, feb n.k. Fljúgum út til Stansted, tökum lest þaðan til London og eyðum nótinni á einhverju hóteli (uppástungur vel þegnar), lest til Stansted morguninn eftir, flug til Valladolid og svo að lokum lest til Madrid til okkar elskulegu Berglindar. Verðum í góðu yfirlæti hjá henni fram til 9. feb (afmælið hennar Berglindar). Það verður því tvöföld ástæða til að fagna, heil 46 ár sem þarf að halda uppá. Og ég get alveg lofað ykkur því að það verður gert með stæl! Ég verð samt að viðurkenna að ég er að fá smá hnút í magann yfir þessu öllu saman, þetta virkar e-ð svo flókið þegar maður setur þetta svona niður á blað. Ekki bætir heldur úr skák að ég fékk rosalega martröð um ferðina í nótt... Það fór hreinlega allt úrskeðis og endaði með því að við vorum fangelsaðar í viðbjóðslegri rottuholu á Spáni! Læt þetta samt ekki stoppa mig í því að hitta hana Glindu mína.

Adios amigos...

14.1.04

Ég er að manna mig upp í að blogga... Lofa að það kemur pistill á næstu dögum ;o)

Svalan ykkar

1.1.04


áram�tin s�d �t um gluggan hennar Evu!

Mynd sendi: ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone