30.4.04

Stöðuhækkun og nýr bíll!

Jæja það hefur loksins dregið til tíðinda... Ég fékk ekki verslunarstjórastöðuna sem slíka en þó stöðu- og launahækkun, verslunin verður á mína ábyrgð s.s. vörupantanir og uppgjör en það kemur inn nýr aðili sem mun halda utan um markaðsmálin og budgetið. Aðstoðarverslunarstjóri, já hugsa að það mætti alveg kalla mig það :o) Það besta við þetta allt saman er samt að nú fæ ég loksins draumavinnutíma, frá níu á morgnana til fjögur!!! Vúhú, þá er barasta hellingur eftir af deginum og dóttir mín fær loksins að njóta mömmu sinnar fyrir klukkan hálf átta á kvöldin :oD Ég er að fara á fyrsta sölufundinn minn í borginni á miðvikudaginn klukkan: 08:00, síðan ætlum við að ræða aðeins nýja fyrirkomulagið og nottla að semja um launaumslagið...

Og sem aðstoðarverslunarstjóra sæmir mér nú ekki annað en að vera stoltur bifreiðaeigandi, amma og afi fundu þennan frábæra Yaris fyrir sunnan og ég er búin að festa mér hann... Án þess að hafa skoðað djásnið :oS En ég treysti nú afa bíladellukalli 110% fyrir þessu þannig að frá og með deginum í dag á ég loksins bíl! Jeiijjj :oD Gripurinn er sumsé Yaris árgerð ´99, ekinn 70 þúsund, með topplúgu, álfegum, spoiler, cd og og og... Hehe. Ég fæ hann á 700.000 á 100% láni´, ég borga 25 þús á mánuði í 3 ár og þá er hann líka mín eign! Takk allir fyrir góð ráð :o)

Verð að henda mér í sturtu, er að fara að djobba... Meira á eftir!

Well, þá er Miss aðstoðarverslunarstjóri mætt á svæðið ;o) Ég nældi mér í þetta fína kvef í vikunni og er barasta hálfslöpp... Fékk mér þess vegna bara TE þegar ég fór með Kötu á Kaffið í gærkvöldi, ótrúlegt! Ég var síðan vakin klukkan 6 í morgun!!! Krakkarnir í VMA voru að dimmitera og ég er svo lánsöm að búa við hliðina á stærðfræðikennaranum þeirra... Vaknaði við það að hundurinn gelti, barnið grét og fyrir utan glumdu hróp og köll í takt við háværar bílflautur! Ég er svooo þreytt og nenni því ekki að blogga meira :o( Það er vinna á barnum í kvöld og svo er forsetaveislan á morgun... Kvarta sossum ekki, ágætt að safna sér fyrir lántökukostnaðinum sem BTW er 40 kall!

Góða helgi allesammen!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home