16.4.04

Ég elska súkkulaði en hata hart smjör!!!

Bestu pákaeggin að mínu mati eru frá Góu, ég gæti étið endalaust af þeim. Bæði er súkkulaðið sjálft mjög gott og ekki of væmið og svo er nammið inní eggjunum bara allt uppáhaldsnammið mitt! :oD Því miður fyrir línurnar mínar þá eru til nokkur brotin Góu páskaegg í vinnunni og ég geri ekki annað en að narta í þau... Svo var mín voða sniðug áðan og tók með sér brauð að heiman, skokkaði svo í bakaríið og keypti túnfiskssalat. Ég set aldrei smjör á túnfiskssamlokuna mína, nema í dag! Þá ákvað ég að hafa hana xtra djúsí og fann smjörva dollu inní staffaískáp. Helv.. smjörið var svo glerhart, brauðið mjúkt og ég þrjósk! Þetta tókst nú allt á endanum, eftir að vera búin að bæta brauðsneiðina með 2 öðrum..Hehe:o) Ég ætlaði nú aldeilis að fara að gæða mér á þessari syndsamlegu samloku og tók einn bita. En hvað haldiði??? Smjörið var ÚLDIÐ!!! Arrrg, held að ég geti aldrei aftur fengið mér Smjörva oná brauð..OJJJJJJ! Ég var nottla búin að nota þrjár brauðsneiðar í þessa einu samloku og átti því bara eina eftir, og nú er ég svöng! *Snökt*

En aftur að páskunum:oD

Á föstudeginum var planið að taka því rólega og vera edrú en... Eyrún frábæra bauð okkur í partý í Vatnsholtið, ég tek mér bessaleyfi og vitna í bloggið hennar: "það rættist úr kvöldinu í gær...þurfti ekki að mygla yfir aðferðafræðinni því Rokkarinn reddaði mér að sjálfsögðu bjór (takk fyrir það kærlega;) og svo komu nokkrir í partý og við hituðum upp fyrir metallicu tónleika og spiluðum drykkjuspil þangað til konan á efri hæðinni hótaði að hringja á lögguna (nei bara grín heiðdís mín, engar áhyggjur)...en allavega Svala, Kata,Boggi og Nóri eiga sko þakkir skildar fyrir frááááábært kvöld, hrafn og íbbi beiluðu aðeins of snemma...misstu af dansstuðinu okkar sem stóð til a.m.k. 5.30 í morgun;)" Þakka þér sömuleiðis Eyrún fyrir gott partý og enn betri dansfélagsskap!!! Við erum sko langbestar í luftgítar!!! Hehehe.. Ég sem kom keyrandi í partýið ákvað að slá þessu uppí kæruleysi og þiggja tequila flöskuna sem að Eyrún bauð mér :o) Ég dó nú ekki ráðalaus þó svo að engar væru sítrónurnar því að Eyrún átti EPLI, og þetta var bara fínasta samsetning :oD Við fórum meira að segja í "grúvú" leikinn, öðru nafni vöðva. Eftir góða upphitun héldum við á Celtic Cross þar sem eitthvert bílskúrsband skipað 17 ára (kannski 18) stráklingum sem kunnu ekki helminginn af textunum sem að þeir voru að baksa við að syngja og treystu því meiripartinn á kunnáttu og sönghæfileika þeirra sem staddir voru á dansgólfinu. En það var samt gaman :o) Síðan fórum við á Prikið og Guð minn góður hvað það var gaman þar, hreint út sagt frábær tónlist og fær DJ hússins 4 stjörnur!!! Danstilþrifin voru þvílík, ég náði meira að segja að dúndra þumalputtanum í e-ð og hann er nú helblár og stokkbólginn, hehehe :o)

Á laugardeginum fórum við í mat til Ragnhildar. Það var að sjálfsögðu spilað eftir matinn og drukkin bjór með, þeas hinir, því að ég var þæg og keyrði :o) Ég sem er ævinlega hryllilega óheppin í spilum og skíttapa oftar en ekki, var heppin þetta kvöldið því að Egill tók af mér skellinn og sá um að tapa, STÓRT!!! Hehehe ;o) Kíktum síðan aðeins á tengdapabba Kötu og spúsuna hans áður en við héldum í bæinn... Ég ætla bara ekkert að vera að segja hvert við fórum, það getur vel verið að ég sé snobbuð en ég heiti því hér með að ég mun aldrei framar stíga fæti þar inn!!! Vorum komin heim á kristilegum tíma eða um fjögurleytið.

Á sunnudag var legið í leti, hámað í sig huges páskaegg og elduð páskasteik sem keypt var í einu opnu búðinni á höfuðborgarsvæðinu, Krambúðinni. Þetta var bara rosa gott og ég krýni mig hér með sósumeistara páskanna 2004!!! Hehehe... Rólegheit um kvöldið og snemma í háttinn. Fór síðan til Keflavíkur á mánudeginum með Emelíu, ömmu og afa í heimsókn til Svaný systur mömmu. Það var bara fínt, fengum líka hangikjöt og sonna. Vídjó hjá Ragnhildi um kvöldið og heim til Akureyrar á þriðjudagsmorgun. Svona voru páskarnir mínir, ég er bara nokkuð sátt :o)

Ok, ég veit að veðráttan á Íslandi getur verið óútreiknanleg en common!!! Í gær var ég úti á bolnum í dag er skítakuldi, snjókoma og hríð.. Brrrrr :o( Vúhú, búin að vinna eftir 20 mín og þá fer ég í afmæli og fæ gott að borða :oD

Bless í bili ;o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home