25.11.04

Ég þoli ekki sjúkrahús!

Ég þoli ekki lyktina þar og það að maður sé vakinn klukkan hálf átta á morgnana til að mæla blóðþrýstinginn. Ég þoli ekki hvað matartímarnir eru á asnalegum tíma og hvað maturinn er vondur.
Ég þoli ekki hvað manni líður alls ekki eins og heima hjá sér og að geta ekki sofið á næturnar.
Og ég þoli sko alls ekki að það sé sífellt verið að pota í mann með nálum, stela úr manni blóði og troða einhverjum slöngum í æðarnar á manni!!!

En ég býst nú samt við að það sé skárra að þurfa að liggja á sjúkrahúsi í nokkra daga en að fá ekki meina sinna bót. Ekki skilja það sem svo að ég sé vanþakklátt fyrir heilbrigðiskerfið okkar, síður en svo. Mér er bara meinilla við sjúkrahús, veit ekki af hverju...

4 Comments:

At 2. desember 2004 kl. 10:29, Blogger Rokkarinn said...

Þetta kallast stofnanafælni... ég er svona líka... reyndar ekki svo mikið með sjúkrahús, en elliheimili. Ég bara get varla farið inn á elliheimili í dag... slæmar minningar og mér finnst eins og 'dauðinn' sveimi þar um og svífi yfir öllu... djís... maður fær bara hroll.

 
At 5. desember 2004 kl. 02:14, Anonymous Nafnlaus said...

Svala já :) sæl Jobbi heiti ég :) datt hér inn á þetta blogg eftir að ég var á mínum vanalega bloggrúnti hmmm en já annars bara segja hæ sko og að þú mættir fara að vera iðnari við bloggið ;)

 
At 17. desember 2004 kl. 09:50, Anonymous Nafnlaus said...

Hindi kita naiintindihan. Ano ba 'yang pinagsasabi mo? Siguro mas mabuti at maigi na mai-translate mo 'yan sa English. 'Di ko talaga kasi naiintindihan eh.

Marco

 
At 18. desember 2004 kl. 10:05, Blogger Svala Fanney said...

Hvaða dularfullu karlmenn eru að kommenta hér??? :-/ Myndi gjarnan vilja vita frekari deili á þeim Jobba og Marco, já og ef einhver þarna úti gæti þýtt þetta sprok hjá Marco þá yrði ég MJÖG þakklát :o)

 

Skrifa ummæli

<< Home