7.1.05

Gleðilegt nýtt ár!

Þá eru jólin á enda og ég vona að þið hafið öll notið þeirra í botn eins og ég! Ég sendi engin jólakort í ár og biðst velvirðingar á því og vil nota tækifærið og óska ykkur í leiðinni gleðilegrar hátíðar og ég vona að nýja árið verði ykkur gæfuríkt og farsælt :o) Ég borðaði semsagt eins og svín um jólin (á minn mælikvarða), ældi ekkert en tókst samt einhvernveginn að léttast um 1 kíló??? Ég er farin að hallast að því að ég gangi með risa sem sýgur frá mér alla næringu ;o)

Litla fjölskyldan fluttist búferlum á sunnudagskvöldið og gekk ferðin vel þó svo að hún hafi verið löng og ekki sést á milli stika frá Borganesi til Reykjavíkur... Hetjan ég elti bara þokuljósin á Munda sem Árni stýrði blindandi á undan mér. Hann Mundi er 11 ára forláta Toyota Camri sem bróðir pabba átti. Nafnið er tilkomið vegna þess að pabbi gaf Árna bílinn í heimanmund... Það er naumast að hvað gamla settið var orðið despret að losna við mann af heimilinu, menn eru barasta leystir út með bílum fyrir það eitt að draga mig suður. Hvar er bónorðið ég bara spyr?!? Hehehe ;o)

Borg óttans leggst bara ágætlega í mig ég er þó ekki frá því að það votti örlítið fyrir heimþrá... Pabbi og mamma hringja daglega og skæla yfir því hvað það sé tómlegt hjá þeim og mamma segist þurfa að fá sér nýja vinkonu því að hún hafi misst bestu vinkonu sína, dóttur og barnabarnið á einu bretti... Emelía plummar sig vel á leikskólanum, lætur eins og hún hafi alltaf verið þarna og meirasegja búin að eignast vinkonu sem heitir Eva. Ég byrja að vinna á mánudaginn í verslun Og Vodafone í Síðumúlanum, þið megið endilega koma við og kíkja á stelpuna ;o) Það er loksins búið að undirrita kaupsamninginn og allt klappað og klárt! Við fáum íbúðina reyndar ekki afhenta fyrr en 1. febrúar, ekki amaleg afmælisgjöf það :o) Við höfum það reyndar mjög gott hérna í Skipholtinu hjá Lindu systur hans Árna, Dodda kærastanum hennar og 1 árs syni þeirra Erik Maron. Þetta er fín æfing fyrir Emelíu, henni finnst sko ekki leiðinlegt að stjórnast í honum og hann lætur sér það bara lynda vel.

Ætli ég láti þetta þá ekki bara duga í bili,

Adios amigos ;o)