19.4.04

Mígreni var það heillin!

Þetta var róleg helgi. Skrifa það á mígrenisköstin mín tvö, annað á laugardaginn og hitt seinnipartinn í gær :o( Styð þær kenningar fræðimanna að Van Gogh hafi í rauninni verið mígrenissjúklingur og að myndirnar hans hafi átt að endurspegla vanlíðanina sem fylgir þessum köstum. Ég hefði líka skorið af mér eyrað ef að ég hefði haldið að það myndi hjálpa til... Hehe :o)

Ég var hörð við sjálfa mig í gær og lagaði til í herberginu mínu og tók fataskápinn í gegn, það tók ekki nema 6 tíma!! En það jákvæða er að hjálpræðisherinn græddi fullan ruslapoka á því og nú get ég sofna róleg án þess að sjá það fyrir mér að draslið kæfi mig... Svo brosti ég undurblítt til pabba og fékk hann til að hengja upp vegghilluna og leiktjöldin í herberginu hennar Míu, rosa fínt. Nú vantar bara að hengja upp ljósið en pabbi átti ekki nógu langar skrúfur til þess. Ég eldaði gegt góðan kjúlla handa famelíunni í "the lean mean fat reducing grilling machine" í gærkvöldi, mér leið líka svo vel á eftir vitandi það að nú væri ég búin að borða hollt og gott! :oD

Ég er svo voðalega andlaus e-ð núna og hef ekkert skemmtilegt að segja.. Held bara áfram að láta mig dreyma og ætla að taka bílasölurúnt í fyrramálið, jafnvel að reynsluaka einum Yaris eða svo ;o) Annars er ég að verða soldið stressuð fyrir viðtalinu á morgun, aðallega vegna þess að ég veit ekki í hverju ég á að vera :os Er of langt gengið að mæta í teinóttri buxnadragt og háum hælum?? Hvað finnst þér?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home