23.3.04

Já eins og þið hafið eflaust lesið um á Kötubloggi þá var tekið vel á því á föstudagskvöldið og ég held að ég fari ekkert fleiri orðum um það...

Allavega, þá er mín bara búin að sækja um undanþágur í HÍ og HA og bíð nú vongóð eftir svari frá deildarforsetum.... Vona bara að ég komist í háskóla næsta vetur, mér er næstum alveg sama hvorn meira að segja... Ég hélt að ég myndi aldrei segja þetta en, ég sakna þess að vera í skóla!!!! Svo er ég líka búin að sækja um á stúdentagörðunum bæði hér og fyrir sunnan og líka á leikskóla fyrir sunnan!!! Let´s cross our fingers... Ég bara dey ef að ég kemst ekki í skóla og verð ein eftir hér á eyrinni!!! Ég er meira að segja að hugsa um ef að ég kemst ekki inn í háskólann að láta langþráðan draum rætast og fara samt suður og í ljósmyndaskóla!!!

Svo verð ég að kvarta!!! Annað hvort eru allir hættir að skoða bloggið mitt eða hættir að kommenta og það bara gúddera ég ekki!!! :oÞ Kannski stafar þetta bara af því hversu löt ég er að blogga og þegar ég loksins geri það þá er það e-ð hryllilega ómerkilegt, hvað get ég gert að því þó að ég lifi svona svakalega óspennandi lífi......

19.3.04

Nú skal dansað DISKÓ!!!

Vúhú, er að fara á fyrsta almennilega djammið mitt með Kötu í langan tíma.....Alveg síðan í lok janúar eða e-ð!!! Hehehe ;o)
Það er konukvöld eins og þið sjálfsagt vitið og eftir að húsið verður opnað við fyrir hinu kyninu verður DISKÓ þema!!! Ég er komin með bjór og er að reyna að gera það upp við mig í hverju ég á að vera... Veit allavega að það verður gaman :oD

17.3.04

Smá einka húmor í gangi, málið er að ég fékk far með Stebba Önundar og kærustunni hans í Leifsstöð klukkan hálf átta á föstudagsmorguninn og við vorum að hlusta á Sigurjón Kjartansson og félaga stúdera mússík í útvarpinu. Svo tekur hann þetta frábæra viðlag: Blinded by the light... Og það var ekki aftur snúið, við vorum öll komin með lagið á heilann en það sem verra er... Við kunnum ekkert úr viðlaginu nema þessa einu setningu, Blinded by the light! þannig að við bjuggum til okkar eigin útgáfu sem er svona: Blinded by the light, woke up in the ducsh with the roman in the night! Sem á góðri íslensku myndi útleggjast sona: Blinduð af ljósinu, vaknaði í sturtunni með rómverjanum í nóttinni! Hahaha, og þessu tókst okkur að troða í hausinn á þó nokkrum í ferðinni skal ég segja ykkur.... Ahhh, you had to be there...

Hver er þessi Stebbi Önundar spyrjið þið örugglega, jú hann er gaurinn úr SS pylsu auglýsingunum, hilarious gaur og ekki er kærastan hans síðri :oD Með þeim hékk ég meira og minna í Dublin og skemmti mér konunglega! Ég verslaði mér ekkert nema tvennar g-string, bjór og sígó... Segiði svo að ég hafi ekki sjálfsstjórn, hehehe ;o) Ég var m.a. tekin upp á svið á u.þ.b. 300 manna skemmtun á laugardagskvöldinu og látin dansa írska þjóðdansa, það var nú gaman... Ég á pottþétt eftir að fara þarna aftur þegar ég á pening, það er hægt að gera svooo góð kaup þarna! Þetta var bara í einu orði sagt vel heppnuð djammferð með öllu, meira að segja puttabroti!!! já auðvitað tókst mér að slasa mig úti.... Var stödd á bar og það lokaðist á mig gluggi, var svo bara föst þar af því að þeir sem að með mér voru horfðu bara á.......Takk fyrir hjálpina!!! Hehehe ;o)

Þetta er Dublin fyrir mér!!!

Blinded by the light by Bruce Springsteen
Madman drummers bummers and Indians in the summer with a teenage diplomat
In the dumps with the mumps as the adolescent pumps his way into his hat
With a boulder on my shoulder feelin' kinda older I tripped the merry-go-round
With this very unpleasing sneezing and wheezing the calliope crashed to the ground
Some all-hot half-shot was headin' for the hot spot snappin' his fingers clappin' his hands
And some fleshpot mascot was tied into a lover's knot with a whatnot in her hand
And now young Scott with a slingshot finally found a tender spot and throws his lover in the sand
And some bloodshot forget-me-not whispers daddy's within earshot save the buckshot turn up the band

And she was blinded by the light
Cut loose like a deuce another runner in the night
Blinded by the light
She got down but she never got tight, but she'll make it alright

Some brimstone baritone anti-cyclone rolling stone preacher from the east
He says: "Dethrone the dictaphone, hit it in its funny bone, that's where they expect it least"
And some new-mown chaperone was standin' in the corner all alone watchin' the young girls dance
And some fresh-sown moonstone was messin' with his frozen zone to remind him of the feeling of romance

Yeah he was blinded by the light
Cut loose like a deuce another runner in the night
Blinded by the light
He got down but she never got tight, but he's gonna make it tonight

Some silicone sister with her manager's mister told me I got what it takes
She said I'll turn you on sonny, to something strong if you play that song with the funky break,
And go-cart Mozart was checkin' out the weather chart to see if it was safe to go outside
And little Early-Pearly came in by her curly-wurly and asked me if I needed a ride,
Oh, some hazard from Harvard was skunked on beer playin' backyard bombardier
Yes and Scotland Yard was trying hard, they sent a dude with a calling card,
he said, do what you like, but don't do it here
Well I jumped up, turnedaround, spit in the air, fell on the ground
Asked him which was the way back home
He said take a right at the light, keep goin' straight until night, and then boy, you're on your own

And now in Zanzibar a shootin' star was ridin' in a side car hummin' a lunar tune
Yes, and the avatar said blow the bar but first remove the cookie jar we're gonna teach those boys to laugh too soon

And some kidnapped handicap was complainin' that he caught the clap from some mousetrap he bought last night,

Well I unsnapped his skull cap and between his ears I saw
a gap but figured he'd be all right

He was just blinded by the light
Cut loose like a deuce another runner in the night
Blinded by the light
Mama always told me not to look into the sights of the sun
Oh but mama that's where the fun is

6.3.04

KONUR:
Bera með sér styrk sem karlar dást að. Þær ala börn, þola hvers kyns harðræði og byrðar en gefa frá sér hamingju, ást og gleði.

Þær brosa þó þær langi til að orga. Þær syngja þó þær langi að gráta.

Þær gráta þegar þær eru hamingjusamar og hlæja þegar þær eru taugaveiklaðar.

Konur bíða við símann eftir tilkynningu um að vinirnir hafi komist heim heilir á höldnu eftir að hafa ekið í gegnum hríðarbyl.

Þær geta annast börn og um leið starfað sem framkvæmdarstjórar, lögfræðingar, læknar, verið mótorhjólagellur eða bara konan í næsta húsi.

Þær geta klæðst jakkafötum, kjólum, gallabuxum og einkennisbúningum.

Konur berjast fyrir því sem þær trúa á. Þær standa upp gagnvart óréttlæti. Þær eru reiðubúnar að leggja á sig meiri vinnu til að koma börnunum að í betri skólum eða fjölskyldu sinni að hjá betri lækni.

Þær fylgja hræddum vinum sínum til læknis

Konur eru heiðarlegar, tryggar og umburðarlyndar. Þær eru gáfaðar og vita hvaða kraftur liggur í þekkingunni. En þær vita einnig hvernig hægt er að nota mjúku hliðina til að ná fram þeim áhrifum sem til þarf.

Hjarta kvenna brestur þegar vinur fellur frá. Þær syrgja ef fjölskyldumeðlimur deyr en eru þó sterkar þegar þær halda að enginn styrkur sé eftir.

Kona getur gert rómantískt kvöld að ógleymanlegri stund. Hjarta konu er krafturinn sem knýr veröldina áfram.

Konur ala ekki aðeins börn heldur gefa sínum nánustu vonir og gleði. Þær hughreysta þá sem á þurfa að halda. Þær gefa vinum sínum og fjölskyldu siðferðislegan stuðning. Og það eina sem þær vilja í staðinn er faðmlag bros og að þú gefir frá þér hið sama til fólks sem er þér kært.

KARLMENN:
Ja, karlmenn eru ágætir til þess að lyfta þungu drasli !

Heyr, heyr!

Það má alveg lesa úr þessu að nú sé ég orðin single aftur, hehehe...

3.3.04

Það er ekki seinna vænna en að fara að klára ferðasöguna því nú styttist óðum í næstu reisu... Ég er nebbla að fara til Dublin þann 12. mars og það besta er að ég þarf ekki að borga KRÓNU!!! Og Vodafone splæsir helgarferð á sína dugmiklu og frábæru starfsmenn. Nú er bara að sýna þessu fólki úr borginni hvernig á að fara að því að skemmta sér!!! Ég ætla að gera allt craaazzzýýýý ;o)

Talandi um djamm, við stigum úr flugvélinni í Valladolid á fimmtudagsmorgni í glampandi sól, logni og 20 stiga hita! Þá tók við 3 tíma lestarferð til Madrid þar sem elsku Berglind tók á móti okkur á lestarstöðinni, ohh það er svo yndisleg tilfinning að hitta loksins einhvern sem maður er búinn að sakna ótrúlega mikið. Við fórum með Metro heim til Berglindar og greinilegt að hún er löngu orðin heimavön þarna í stórborginni. Ég trúði varla mínum eigin augum þegar ég gekk inn í íbúðina þeirra Berglindar og Mario, ekki það að ég hafi neitt efast um að Berglind væri smekk manneskja, ég veit að hún hefur mjög góðan smekk því að við deilum sama smekknum á ótalmörgu. Og það er kannski einmitt málið, íbúðin var nákvæmlega eins og hún hefði verið hönnuð eftir mínu höfði!!! Ég er ekki enn búin að jafna mig á því hvað það var rosalega flott hjá þeim, og að sjá alla vinnuna sem þau hafa lagt í hana, þið eigið svo sannarlega hrós skilið krakkar ;o) Berglind færði okkur þreyttum ferðalöngunum ískaldan bjór í sófann eins og góðri húmóður sæmir, og hún lét ekki þar við sitja heldur matreiddi hún þennan líka frábæra kjúkling í mangó-chutney sósu... Ég ELSKA mangó-chutney!!! Þegar við vorum búnar að seðja hungrið og þorstann og dusta af okkur ferðarykið var haldið á djammið með Mario og vini hans.

Madrid á fimmtudagskvöldum er bara það BESTA, málið er að það eru "útsendarar" frá hverjum skemmtistað úti á götunum og reyna að lokka mann inn á staðina með því að bjóða frí skot. En maður má alls ekki taka fyrsta boði því að þessi svokölluðu skot eru bara útþynnt sull, þannig að maður þarf að vera tregur til og þykjast ætla að labba burt... Tatarata! Þá er manni sko boðinn bjór, já og meira að segja kokteill á einum staðnum ;o) Þarna komu leikrænu hæfileikarnir sér sko vel því að við löbbuðum á milli staða allt kvöldið, já og nóttina ef út í það er farið, og drukkum frítt... Við enduðum á einhverjum voða flottum stað sem að spilaði frábæra tónlist og létum ljós okkar skína á dansgólfinu, þjóð okkar til sóma! Frasinn: "Eru allar íslenskar konur svona fallegar?" átti eftir að heyrast nokkrum sinnum um nóttina, það var alveg gaman fyrst en svo var það bara orðið þreytt, hehehe... Mario og vinur hans fóru á undan okkur heim, enda vinna hjá þeim daginn eftir, en Ragnhildur hafði flugþreytu sem afsökun og hoppaði uppí Taxa með þeim. Ég hins vegar þjáðist af mikilli "flugriðu" sem lýsir sér eins og sjóriða, þannig að ég átti erfitt með að standa kyrr og kunni best við mig á dansgólfinu! Eftir að við vorum orðnar karlmannslausar varð karlpeningurinn ágengari og tveir félagar ákváðu að það væri þeirra verk að kenna okkur Berglindi að dansa SALZA!!! Eftir að okkur hafði verið sveiflað til og frá í genum nokkur lög og við orðnar lafmóðar þá vorum við sammála um að þetta væri orðið gott og héldum heim á leið..

Meira seinna...
Með kveðju, Poopsie Monkeybrain!

Hahaha, þetta finnst mér fyndið!

Notaðu þriðja stafinn í fyrsta nafninu þínu til að finna nýja fyrsta nafnið þitt:

> a = poopsie
> b = lumpy
> d = gidget
> e = crusty
> f = greasy
> g = fluffy
> h = cheeseball
> i = chim-chim
> j = stinky
> k = flunky
> l = boobie
> m = pinky
> n = zippy
> o = goober
> p = doofus
> r = loopy
> s = snotty
> t = tootie
> u = dorkey
> v = squeezit
> y = dinky


Notaðu annan stafinn í síðasta nafninu þínu til þess að finna fyrri helminginn í nýja eftirnafninu þínu:

> a = apple
> b = toilet
> d = burger
> e = girdle
> f = barf
> g = lizard
> h = waffle
> i = cootie
> j = monkey
> k = potty
> l = liver
> m = banana
> n = rhino
> o = bubble
> p = hamster
> r = gizzard
> s = pizza
> t = gerbil
> u = chicken
> v = pickle
> y = gorilla


Notaðu fjórða stafinn í síðasta nafninu þínu til þess að finna seinni helminginn í nýja eftirnafninu þínu:

> a = head
> b = mouth
> d = nose
> e = tush
> f = breath
> g = pants
> h = shorts
> i = lips
> j = honker
> k = butt
> l = brain
> m = tushie
> n = chunks
> o = hiney
> p = biscuits
> r = buns
> s = fanny
> t = sniffer
> u = sprinkles
> v = kisser
> y = brains

Kveðja, Poopsie Monkeybrain!

1.3.04

Nýja hairdúið!!!

Ég fór í langþráða klippingu í dag og gleymið því sem ég sagði um "týpuklippingu" þegar ég fór síðast... Nú er ég sko ótrúlega hipp og kúl, hehehe.. Hrönn frænka mín er bara algjör snillingur, hún vildi klippa mig stutt en ég vildi halda í síddina, þannig að úr varð eins konar málamiðlun... Sítt öðru meginn og stutt hinu meginn ;o) Þetta er alveg að slá í gegn hjá stelpunum, en ég veit samt ekki alveg hvort að karlpeningurinn sé að fíla þetta nýja lúkk? Jæja, það er þá alltaf hægt að snúa sér að hinu kyninu ef í harðbakkann slær...



Mynd sendi: ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone



Mynd sendi: ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone