19.12.04

Nú verða sagðar fréttir:

Heil og sæl öll sömul! Í fréttum er þetta helst:

Við erum búin að fá lán fyrir íbúðinni, svo nú er þetta allt að verða að veruleika. Litla "stórfjölskyldan" flytur því í Þúfubarð 17, íbúð 301, Hafnarfirði þann 1. febrúar (á afmælisdaginn minn)!!! Við stefnum að því að flytja suður 2. janúar og verðum á einhverjum flækingi á milli vina og vandamanna á meðan við bíðum eftir að fá afhent. Ég er ekki alveg að átta mig á því hvað það er stutt í þetta því að ég er ekki einu sinni byrjuð að pakka! :-/

Ætli það sé ekki best að hætta að tala undir rós og tilkynna það bara formlega að við erum búin að setja köku í ofninn og er áætlað að nýjasti erfinginn láti sjá sig í kringum miðjan júní! :o) Af þeim sökum hefur heilsan ekki verið upp á sitt allra besta og ég er farin að þekkja í sundur allar algengustu tegundir klósettskála með því einu að líta oní þær... Ég er búin að léttast um 9 kíló og búin að leggjast tvisvar inn á sjúkrahús til að fá næringu í æð en þetta er nú allt að lagast núna, 7 9 13, og ég er meira að segja búin að þyngjast um hálft kíló síðan ég fór heim af sjúkrahúsinu fyrir 2 vikum síðan. Við erum búin að fara í sónar og fyrstu mæðraskoðunina og það lítur allt mjög vel út. Krílið sýndi sig á alla kanta, spiklaði, saug á sér puttann og teygði út alla skanka. Þið getið fylgst nánar með þeim málum á þessari síðu.

Verið bless og ekkert jólastress! :o)




1 Comments:

At 21. desember 2004 kl. 01:47, Blogger Rokkarinn said...

Til hamingju :)
Jólakaka? :þ

 

Skrifa ummæli

<< Home