5.11.03

Ég hef ákveðið vegna fjölda áskorana og jafnvel hótanna um að verða sparkað úr bloggheimi fari ég ekki að standa mig í stykkinu, að blása rykið af lyklaborðinu og opinbera það sem mér býr í brjósti!

Hef verið frekar andlaus undanfarið og þó að ég hafi kannski haft nóg að segja þá hef ég ekki getað komið því frá mér, kannski það stafi af því að ég lokast stundum... Við þurfum öll ákveðið prívasí annað slagið, en nú er ég sem sagt búin að opna aftur ;o)

Það er merkisdagur í dag því að ástkær móðir mín er FERTUG!!! Er maður að verða gamall eða? Ég man eftir mömmu á okkar aldri, 22 ára gellu (þá var ég sko 5 ára)!!! Ekki það að í dag er mamma mín miklu meiri gella en nokkru sinni fyrr :o)

Skrítið hvernig lífið tekur stundum krappa U-beygju og leiðir mann á allt aðrar slóðir en maður sjálfur hafði hugsað sér að fara... Get ekki varist því að spá í það hvort að það séu til "örlög" eða hvort að allt sem gerist sé afleiðing einhvers sem að við gerðum einhvern tíman. Mér finnst hugmyndin um "örlögin" rómantískari og ég er að hugsa um að halda mig við þá kenningu...

Ég gafst upp í átakinu!!! (já nú hugsa sumir: "Ég vissi að hún myndi ekki endast!!!" Þið þekkið mig...) Ég er samt búin að vera dugleg að labba og drekka vatn og ég hugsa meira um hvað læt oní mig, ég er bara ekki týpan í e-ð átak... Það vex mér bara í augum og ég gefst upp, miklu betra að gera þetta svona ómeðvitað ;o)

Ég er ótrúlega glöð því að Ragnhildur mín er komin til mín á "Fanneyri" (hér er allt að snjóa í kaf!!!) og verður hjá mér næstu vikuna!!! Og Kata er líka komin á klakann og kemur senn til Svölu sinnar... Ég er ekki lengur ein í heiminum og fæ loksins einhvern til að leika við, jibbí!!!

Læt þetta duga í bili...

S

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home