24.11.03

Ég stóð mig ótrúlega vel um helgina! Ég var ábyrga móðirin, góða dóttirin og duglegi námsmaðurinn... Allt í sama pakkanum! ;o) Þar af leiðandi var þetta afar viðburðalítil helgi (góð samt) og frá litlu að segja.

Á föstudaginn kom Kata til mín og við horfðum saman á Idol. ATH! Það var ekkert áfengi innbyrt á meðan!!! (Kata var að fara í vinnuna klukkan 23...) Ég fann mig ekki í sjónvarpsglápi og var komin í háttinn um eittleytið held ég.

Laugardagurinn fór síðan í tiltekt og þess háttar. Fór með mýsluna í göngutúr, eða öllu heldur fjallgöngu á Glerártorg þar eð við þræddum alla ruðninga sem við fundum og sungum: "Upp, upp, uppá fjall, alveg uppá brún. Niður, niður, niður, niður, alveg niðrá tún!" c",) Hrönn frænka kom til mín um kvöldið og við pöntuðum okkur Greifapizzu og ostabrauðstangir, umm.. Svo fór kvöldið bara í sjónvarpsgláp, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að reyna að fá mig í Sjallann á Papa. Dugleg stelpa, held barasta að það leynist í mér vottur af sjálfsstjórn eftir allt saman ;o)

Ég lá í leti í allan gærdag... Ohhh, það er svo gott að kúra. Sérstaklega ef að maður hefur einhvern (samt ekki bara einhvern) til að kúra hjá sér, sem gerist því miður allt of sjaldan :o(
Svo var tekinn ísrúntur í Brynju og frönskustopp í "Gellunesti" með Kötu. Til að toppa helgina þá ákvað ég klukkan tíu í gærkvöldi að vinda mér í heimspekiritgerðina sem ég er búin að vera fresta í tvær vikur! Ég ætlaði bara rétt að byrja á henni en það endaði með því að ég barasta kláraði hana, klukkan fimm í morgun!!!

Pantaði tíma í myndatöku fyrir prinsessuna, var alveg viss um að ég kæmist ekki að því að ég er alltaf á síðasta snúning með allt... En viti menn ég fékk tíma um næstu helgi hjá honum Finnboga sem er rosa flinkur. Hlakka til að sjá útkomuna, aldrei að vita nema maður verði með á einhverjum myndum... Úff, þá er það bara hausverkurinn með jóladressið á stelpuna, verð að redda því fyrir næstu helgi!!! Jæks :os Hef ekkert séð í þessum blessaða bæ sem að mér finnst ásættanlegt, það er allt annað hvort hryllilega skækjulegt eða þá hallærislegt! Sorry, það getur vel verið að þetta sé snobb í mér en ég kæri mig ekki um að klæða dóttur mína í minipils og netasokkabuxur á jólunum, eða nokkurn tíma ef út í það er farið... Vil bara fá sígildan, einfaldan og fallegan jólakjól!

Ég fór í klippingu/litun til Hrannar í morgun!!! Hún setti í mig ljósan og brúnan lit og svo e-ð sem átti að verða koparlitað en varð hálfappelsínugult... Var fyrst í sjokki yfir þessu, en við nánari umhugsun þá finnst mér þetta bara töff! Svo er ég komin með "týpuklippingu" (e-ð nýyrði sem Hrönn fann upp), þ.e.a.s skakkan topp og sítt að aftan, algjör gella hehehe...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home