13.11.03

Jæja þá er hún Ragnhildur mín á bak og burt eftir vikudvöl hér nyðra en í stað hennar fékk ég Kötu!!! Sem betur fer því ég var passlega farin að venjast því að hafa einhvern að leika við... Ég og Ragnhildur vorum báðar karlmanns- og barnlausar um helgina þar sem að Emelía fór til pabba síns á laugardaginn og kom ekki aftur fyrr en á þriðjudag! Við nýttum okkur það auðvitað í botn... Ragnhildur kom og náði í mig í vinnuna klukkan fjögur á laugardaginn og við fórum í Brynju og keyptum okkur ís, rúntuðum svo um bæinn á meðan við gæddum okkur á besta ís í heimi ;oÞ Svo fórum við "heim" til Ragnhildar, settum DVD í tækið, lögðumst í sitthvorn sófann og steinsofnuðum að sjálfsögðu!!! (Mæli ekki með því að leggja sig í tveggja sæta leðursófa) Við vöknuðum rúmlega átta (um kvöldið) og ákváðum að drífa okkur út, okkur fannst eiginlega ekki annað hægt miðað við aðstæður ;o) Svo við fórum á Greifann og fengum okkur að borða, vorum síðasta borðið í hús og við fengum það á tilfinninguna að við værum ekki vel liðnar, enda klukkan rétt að verða tíu...

Í reykstofunni hittum við svo Hreim í Landi og sonum og kærustuna hans (sem er ótrúlega sæt) en hann var að fara að spila í Sjallanum seinna um kvöldið og vildi endilega bjóða okkur á ballið! Við þáðum það þó að hvorug okkar sé mikið gefin fyrir þetta band, hvenær afþakkar maður sossum frímiða... Við héldum svo aftur til Ragnhildar eftir ágætis máltíð, ég var ekki alveg nógu sátt við pastað mitt með humarhölunum þar sem ég taldi þrjá humarhala og tíu rækjur! Þar hellti Ragnhildur í sig bjór á meðan við rifjuðum upp gamla tíma og ræddum um heima og geima, aðallega karlmenn og uppeldi (saman og í sitthvoru lagi) ;o) Ég ákvað að vera "edrú" og það átti svo sannarlega eftir að koma mörgum á óvart þetta kvöld, algeng setning var: "Ert ÞÚ edrú?!?!.. Til hamingju!" Veit ekki alveg hvað mér á að finnast um það...

Við fórum á Karó og rifjuðum upp gamlan fíling og ákváðum svo að kíkja í Sjallann fyrst að við áttum á annað borð miða. Ég hef aldrei á ævinni séð svona FÁA í Sjallanum, við bókstaflega vorkenndum hljómsveitinni... Þetta var hálf sorglegt! Við stoppuðum samt og dönsuðum við nokkur lög (eiginlega bara af vorkunsemi við Hreim og félaga), ég var búin að gleyma hvað það er fyndið að fylgjast með ölvuðu fólki sem er að skemmta sér þegar maður sjálfur er edrú :oD

Heyrði líka eina nýja pikköpp línu í þessari ferð... Ég stóð við barinn og var að bíða eftir afgreiðslu þegar að e-r maður kemur við hliðina á mér, horfir beint fram og segir: "Nei, nei, nei... Hvaða svaka gella er nú þetta???" Ég leit í kringum mig og segi: "Ha? Ertu að tala við mig?" Hann: "Já, sérðu gelluna þarna?" Ég lít í kringum mig og segi, nei hvar? Hann: "Beint fyrir framan þig... Í speglinum!" Hehehehe.... Ég sprakk úr hlátri yfir tilburðunum og labbaði burt, fékk síðan hálfpartinn móral yfir að hafa verið svona nasty...

Kíktum að lokum inn á Kaffi Akureyri en þar var pakkað og mjög gaman. Ragnhildur var alveg í sjokki yfir því hvað við hittum fáa sem að við þekktum, ég benti henni á að svona væri þetta í dag... Það eru allir fluttir burt!!!

Sunnudagur fór svo allur í leti, ég svaf til rúmlega tvö en þá vaknaði ég við símann!!! Þetta hefur barasta ekki gerst síðan áður en ég átti Emelíu, þetta var voða ljúft... En ég saknaði hennar! Við erum vanar að vera saman í leti á sunnudögum, fara saman á fætur og fá okkur að borða, leggjast upp í rúm og kúra yfir barnaefninu og vera í náttfötunum fram yfir hádegi... Það voru því fagnaðarfundir á flugvellinum á þriðjudaginn ;o)


Já, hún Kata er komin aftur... Við eigum það til að taka upp á ýmsum uppátækjum við slíkt tilefni! T.d. Ég, Kata og Ragnhildur fórum á þriðjudagskvöldið á Karólínu og fengum okkur langþráðan ölsopa í góðri stemningu. Það vildi svo vel til að meðferðis var digital myndavélin hennar Kötu, sem er frábær græja!!! Við náðum hreint út sagt frábærum "shake your head" myndum af Kötu, það er ótrúlegt hvað andlitið á henni er teygjanlegt!!! Síðan fórum við niður í Víking minjagripaverslun (Ragnhildur var að sjá um búðina fyrir bróður sinn) til að ná í hleðslutækið hennar Ragnhildar... Þar fengum við þá frábæru hugmynd að finna hallærislegustu fötin í búðinni og stilla okkur upp fyrir myndatöku... Þessar myndir eru algjör snilld!!! Ég hef sjaldan eða aldrei hlegið eins mikið á einu kvöldi :oD

Eftir vinnu í gær komu Kata og Ragnhildur og sóttu mig og við fórum á Peng´s og fengum okkur að borða, þvílíkir skammtar!!! Við borðuðum og borðuðum þangað til að við gátum alls ekki meir, en samt var hellingur eftir... Ohh, mig langar í afganginn af núðlunum mínum núna! Þegar við Kata vorum búnar að keyra elsku Ragnhildi á flugvöllinn og Hrafn á æfingu og ég búin að koma Míu í rúmið, plöntuðum við okkur upp í sófa og fórum að horfa á DVD. Fyrir valinu varð "Það besta úr 70 mínútum" og þvílík snilld!!! Við grenjuðum úr hlátri... Ég mæli eindregið með þessu sjónvarpsefni, þetta eru svo miklir hálfvitar að það er ekki annað hægt en að hlæja að þeim.

Við vorum hinsvegar ekki hálfnaðar með diskinn þegar að Hrafn og Jón Loftur vinur hans hringdu og buðu okkur í bíltúr. Þeir voru meira að segja búnir að kaupa kók og nammi sérstaklega handa okkur!! Eftir tvo hringi í miðbæinn var nammið búið svo að það var brunað í gellunesti og keypt meira nammi... Síðan fórum við á bílasölurúnt og því næst að skoða hús, ég er nebbla búin að finna draumaíbúðina! Hún er í Akurgerði og er fimm herbergja og fullkomin í alla staði... Hún bara kostar aðeins of mikið, 12,9 milljónir!!! Svo ef það er einhver þarna úti sem vantar bráðnauðsynlega að losna við smá pening, þá endilega að láta mig vita ;o)

Svo tókum við rúnt upp á golfvöll og þá fengu strákarnir þá hugdettu að fara í golf (klukkan var rétt að verða tólf á miðnætti)! Svo það var farið heim til mín og ég náði í þrjár kylfur og driver. Síðan var farið af stað að leita að hentugum golfvelli... Strákarnir fóru fyrst niður í smábátahöfn en ég var ekki alveg að samþykkja undirlendið þar, snjór og grjót er sennilega ekki það besta fyrir golfkylfur!

Við enduðum á túninu sem er rétt hjá húsinu hennar Kötu og skutum boltunum út í sjó, eða það ímynduðum við okkur allavega... Það var hryllilega gaman og ég get barasta ekki beðið eftir að fara spila golf næsta sumar!!! Það væri alveg ágætt að fá aftur snjó svo að ég geti fengið útrás fyrir hina delluna mína... Vélsleðaakstur!!!

Úff, ég held að ég láti þetta duga í bili...

Ætla að fara og kitla hláturtaugarnar með restinni af 70 mín!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home