3.3.04

Það er ekki seinna vænna en að fara að klára ferðasöguna því nú styttist óðum í næstu reisu... Ég er nebbla að fara til Dublin þann 12. mars og það besta er að ég þarf ekki að borga KRÓNU!!! Og Vodafone splæsir helgarferð á sína dugmiklu og frábæru starfsmenn. Nú er bara að sýna þessu fólki úr borginni hvernig á að fara að því að skemmta sér!!! Ég ætla að gera allt craaazzzýýýý ;o)

Talandi um djamm, við stigum úr flugvélinni í Valladolid á fimmtudagsmorgni í glampandi sól, logni og 20 stiga hita! Þá tók við 3 tíma lestarferð til Madrid þar sem elsku Berglind tók á móti okkur á lestarstöðinni, ohh það er svo yndisleg tilfinning að hitta loksins einhvern sem maður er búinn að sakna ótrúlega mikið. Við fórum með Metro heim til Berglindar og greinilegt að hún er löngu orðin heimavön þarna í stórborginni. Ég trúði varla mínum eigin augum þegar ég gekk inn í íbúðina þeirra Berglindar og Mario, ekki það að ég hafi neitt efast um að Berglind væri smekk manneskja, ég veit að hún hefur mjög góðan smekk því að við deilum sama smekknum á ótalmörgu. Og það er kannski einmitt málið, íbúðin var nákvæmlega eins og hún hefði verið hönnuð eftir mínu höfði!!! Ég er ekki enn búin að jafna mig á því hvað það var rosalega flott hjá þeim, og að sjá alla vinnuna sem þau hafa lagt í hana, þið eigið svo sannarlega hrós skilið krakkar ;o) Berglind færði okkur þreyttum ferðalöngunum ískaldan bjór í sófann eins og góðri húmóður sæmir, og hún lét ekki þar við sitja heldur matreiddi hún þennan líka frábæra kjúkling í mangó-chutney sósu... Ég ELSKA mangó-chutney!!! Þegar við vorum búnar að seðja hungrið og þorstann og dusta af okkur ferðarykið var haldið á djammið með Mario og vini hans.

Madrid á fimmtudagskvöldum er bara það BESTA, málið er að það eru "útsendarar" frá hverjum skemmtistað úti á götunum og reyna að lokka mann inn á staðina með því að bjóða frí skot. En maður má alls ekki taka fyrsta boði því að þessi svokölluðu skot eru bara útþynnt sull, þannig að maður þarf að vera tregur til og þykjast ætla að labba burt... Tatarata! Þá er manni sko boðinn bjór, já og meira að segja kokteill á einum staðnum ;o) Þarna komu leikrænu hæfileikarnir sér sko vel því að við löbbuðum á milli staða allt kvöldið, já og nóttina ef út í það er farið, og drukkum frítt... Við enduðum á einhverjum voða flottum stað sem að spilaði frábæra tónlist og létum ljós okkar skína á dansgólfinu, þjóð okkar til sóma! Frasinn: "Eru allar íslenskar konur svona fallegar?" átti eftir að heyrast nokkrum sinnum um nóttina, það var alveg gaman fyrst en svo var það bara orðið þreytt, hehehe... Mario og vinur hans fóru á undan okkur heim, enda vinna hjá þeim daginn eftir, en Ragnhildur hafði flugþreytu sem afsökun og hoppaði uppí Taxa með þeim. Ég hins vegar þjáðist af mikilli "flugriðu" sem lýsir sér eins og sjóriða, þannig að ég átti erfitt með að standa kyrr og kunni best við mig á dansgólfinu! Eftir að við vorum orðnar karlmannslausar varð karlpeningurinn ágengari og tveir félagar ákváðu að það væri þeirra verk að kenna okkur Berglindi að dansa SALZA!!! Eftir að okkur hafði verið sveiflað til og frá í genum nokkur lög og við orðnar lafmóðar þá vorum við sammála um að þetta væri orðið gott og héldum heim á leið..

Meira seinna...
Með kveðju, Poopsie Monkeybrain!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home