17.3.04

Smá einka húmor í gangi, málið er að ég fékk far með Stebba Önundar og kærustunni hans í Leifsstöð klukkan hálf átta á föstudagsmorguninn og við vorum að hlusta á Sigurjón Kjartansson og félaga stúdera mússík í útvarpinu. Svo tekur hann þetta frábæra viðlag: Blinded by the light... Og það var ekki aftur snúið, við vorum öll komin með lagið á heilann en það sem verra er... Við kunnum ekkert úr viðlaginu nema þessa einu setningu, Blinded by the light! þannig að við bjuggum til okkar eigin útgáfu sem er svona: Blinded by the light, woke up in the ducsh with the roman in the night! Sem á góðri íslensku myndi útleggjast sona: Blinduð af ljósinu, vaknaði í sturtunni með rómverjanum í nóttinni! Hahaha, og þessu tókst okkur að troða í hausinn á þó nokkrum í ferðinni skal ég segja ykkur.... Ahhh, you had to be there...

Hver er þessi Stebbi Önundar spyrjið þið örugglega, jú hann er gaurinn úr SS pylsu auglýsingunum, hilarious gaur og ekki er kærastan hans síðri :oD Með þeim hékk ég meira og minna í Dublin og skemmti mér konunglega! Ég verslaði mér ekkert nema tvennar g-string, bjór og sígó... Segiði svo að ég hafi ekki sjálfsstjórn, hehehe ;o) Ég var m.a. tekin upp á svið á u.þ.b. 300 manna skemmtun á laugardagskvöldinu og látin dansa írska þjóðdansa, það var nú gaman... Ég á pottþétt eftir að fara þarna aftur þegar ég á pening, það er hægt að gera svooo góð kaup þarna! Þetta var bara í einu orði sagt vel heppnuð djammferð með öllu, meira að segja puttabroti!!! já auðvitað tókst mér að slasa mig úti.... Var stödd á bar og það lokaðist á mig gluggi, var svo bara föst þar af því að þeir sem að með mér voru horfðu bara á.......Takk fyrir hjálpina!!! Hehehe ;o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home