19.1.04

Hér er allt á kafi, og þá meina ég KAFI í snjó og 10 stiga FROST!!! Ég man ekki eftir að það hafi komið svona mikill snjór í langan tíma. Mér finnst það reyndar fínt er búin að blása rykið af skíðunum og er alltaf á leiðinni að vaxa þau svo ég geti skellt mér í fjallið, hef ekki enn komist á sleða af neinu viti...

Ætlaði í gær því gamla settið fór í dalinn með sleðann en ég var búin að lofa að vera með förðunarnámskeið fyrir NuSkin kynningaraðilana það átti að taka 1 og hálfan tíma og ég ætlaði að bruna út í dal að því loknu, en neeei! Þegar ég var búin að halda fyrirlesturinn (klukkutími) og klára sýnikennsluna (hálftími), þá settist næsta í stólinn og bara: jæja, ég er til.... Arg! Þá var buddan sem að bað mig um þetta búin að segja að þær gætu allar fengið förðun hjá mér og ég myndi benda þeim á liti sem að færu þeim vel og blablabla... Þannig að þetta tók rúma ÞRJÁ tíma og það varð ekkert úr sleðaferðinni :(

Later...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home