3.12.03

Oj barasta! Það versta sem ég veit er að fá gubbupest... Því miður fyrir mig þá fæ ég alltaf gubbupest ef hún er að ganga á annað borð, og ég fæ hana illa!!! Emelía vaknaði skælandi á laugardagskvöldið og gubbaði, yfir allt!!! En hún gubbaði bara tvisvar og svo var það búið. Ég hins vegar vaknaði upp í fyrrinótt við óþægilega en jafnframt kunnuglega tilfinningu... Ég þurfti að GUBBA!!! Og svo gubbaði ég og gubbaði og... Alveg þangað til seint í gærkveldi :o(

Hugsaði með söknuði til þess tíma þegar að ég var lítil og lasin og mamma stjanaði í kringum mig... Hélt við ennið á mér með köldum klút á meðan ég gubbaði, keypti kók í gleri sérstaklega handa mér, færði mér ný Andrésblöð og bjó um mig í holunni sinni. Fékk þvi miður enga slíka þjónustu í gær, sé mömmu líka í anda stumrandi yfir mér ælandi á klóinu, hehehe ;o) Ég stalst nú samt í holuna hennar mömmu...

Mér leiddist ólýsanlega í gærkveldi. Það var ekkert áhugavert í imbakassanum, ég hafði ekki eirð í mér til að hanga í tölvunni, Kata komst ekki til mín og ég treysti mér ekki á leiguna... Gat heldur ekki sofnað þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þar eð ég var búin að leggja mig af og til yfir daginn. Þoli ekki svona kvöld :o(

Jæja nóg komið af væli og sjálfsvorkunn. Ég fór með Emelíu í myndatökuna á laugardaginn og stóð hún sig eins og hetja!!! Hluta af afrakstrinum getið þið séð hér. Núna þarf ég að velja eina mynd af 150 í jólakortin, úff!!! Segið endilega hvaða mynd ykkur finnst best...

Jólaskapið mitt hvarf með snjónum og lýsi ég hér með eftir hvorutveggja! Það er sko alls ekki jólalegt veðrið á Akureyri núna, rigning og rok! Ojbara... Ég vil hvít jól! Vona að ég komist aftur í jólafílinginn á föstudaginn, er nebbla að fara að gera laufabrauð með múttu. Þetta er árlegur og ómissandi siður, mamma kaupir kökurnar útflattar og svo skerum við út í þær, pikkum og steikjum. Ég hef það ábyrgðamikla hlutverk að pressa kökurnar þegar að þær koma úr pottinum svo að þær verði sléttar og fínar og ekki löðrandi í feiti. Þetta er alltaf mjög gaman, mamma kaupir Malt & Appelsín og við setjum jólalögin undir geislann.

Þá er ég búin að skila öllum verkefnum og ritgerðum. Ekki tekur betra við... Prófalestur!!! Ég fer í fjögur próf og það fyrsta á föstudaginn, jibbí... Ehehe :o/

Ég splæsti á mig jóladressi... Teinóttri dragt og rauðum rúllukragabol innanundir! Ég verð algjör skvísa ;o) Ok, ég kemst í smá jólafíling við að hugsa um það... Hlakka sennilega mest til þess að hitta alla brottflutta vini mína á djamminu annan í jólum!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home