22.10.03

Ég er svo montin af sjálfri mér núna... Bara komin með linka og alles!

Jæja sagan endalausa heldur áfram... Ég fékk loksins húsgögnin hennar Emelíu, 9 kassa af einhverju sem á víst að vera rúm, stólar og borð...ég fæ pabba til að líta á þetta, ég held nebbla að honum finnist gaman að setja saman dót! Allavega rauk hann alltaf til: "Þarf að setja þetta saman?! Koddu með þetta", tók af manni leiðbeiningarnar og var búin að þessu á mettíma, sbr. fermingarhúsgögnin ;o) En það vantaði helv.. rúmdýnuna!!! Þetta er ótrúlegt... Ég hringdi nottla strax í búðina og fékk samband við konuna sem afgreiddi mig: "Góðan daginn, Svala heiti ég... Ég var nú loksins að fá húsgögnin en það vantar dýnuna!" Hún bara tók andköf og jesúsaði sig í bak og fyrir, ætlaði bara að henda þessu á póstinn eins og skot og borga kostnaðinn og allt! hehehe... Ég man hvað maður skammaðist sín fyrir þegar að mamma var að tuða í verslunareigendum yfir því að peysan sem ég keypti mér á 5000 kall var með saumsprettu... Gera við þetta takk! Sé það í dag að maður verður að standa fast á sínu og nota það sem maður hefur rétt á! Býst við að ég eigi svolítið af grybbunni hennar mömmu í mér...

Emelía er sko orðin frísk!! Hún tók nett "er búin að fá nóg af því að vera heima" kast í gærkvöldi... Reif og tætti allt, þeytti perlum eins og verið væri að skjóta í hríðskotabyssu og öskraði svo bara á mig! Ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að vera, ég var svo hissa! Það þýddi ekkert að byrsta sig, hún varð bara æstari við það, svo að ég settist niður með dagblaðið og ég lét sem ég sæi hana ekki... Viti menn, hún steinhætti eftir smástund!

Ég átti frábæra kvöldstund í gær, held barasta að ég sé að læra að slappa af ;o) Eftir að ég kom villidýrinu í rúmið opnaði ég ískaldan bjór og settist fyrir framan tölvuna. Ég var ein heima og það ríkti algjör þögn í húsinu! Það gerist ekki oft... Spjallaði aðeins við hana Kötu mína, sem var mjög gaman af því að ég hafði ekkert heyrt í henni eftir að hún fór aftur út. Fékk síðan heimsókn og glápti á imbakassann í góðum félagsskap...

Mig langar í íbúð... En til þess þarf peninga, sem ég á ekki! Af hverju þarf að vera svona dýrt að leigja??? Ég þarf bara að vera dugleg að borga niður yfirdráttinn og þá get ég farið að leigja mér í vor...

Fékk martröð í nótt!!! Er eiginlega enn að jafna mig eftir það...hef ekki fengið martröð í mörg ár. Í grófum dráttum þá var gerð loftárás á Akureyri, þetta var mjög blóðugt og raunverulegt! En það sem martröðin snérist um var að Emelía var í pössun hjá langömmu sinni og ég komst ekki til hennar og vissi ekki hvort að húsið þeirra hefði orðið fyrir sprengju! Skil ekki hvað veldur þessu, ég hef ekki horft á stríðsmynd í háa herrans. Ég vaknaði grátandi...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home