24.10.03

Ég er smám saman að breytast í ófreskju... Fyrst hvarf fína 5 tíma ljósabekkjabrúnkan mín, svo gerðu bólur sig heimakomnar á andlitinu á mér, ég sem hef aldrei fengið nema í mesta lagi eina bólu á tveggja mánaða fresti.... það hlaut að koma að því einhvern daginn!!! Svo eru nýju gallabuxurnar ískyggilega þröngar allt í einu... En það er ekki allt upptalið, o nei! Það versta af þessu öllu er að nú er ég komin með augnsýkingu í vinstra augað... Ég er eins og Quasimodo!!! Ég er sem sagt með Feituna, Ljótuna, Bóluna og Hvítuna, (sjá kvennafræðara Katrínar og Svölu ;o) ) en mér er alveg sama því að ég er hamingjusöm! Já ég held það barasta... Það er ekkert sem að ég myndi vilja breyta í lífi mínu þessa stundina (fyrir utan efnislega hluti en við erum ekki að tala um slíkt). Ég á yndislega heilbrigða dóttur, frábæra foreldra og bróður (þó hann geti stundum verið erfiður, en það er bara hans hlutverk), bestu vinkonur í öllum himingeimnum og yndislegann (finn ekkert nógu sterkt orð yfir hann í augnablikinu) "vin" sem ég nýt þess að vera með... Hvers er hægt að óska sér betra? Það væri nú reyndar ekki verra að hafa ykkur elskurnar hér hjá mér...

Ég ætla nú samt að fara að taka sjálfa mig í gegn! Átakið byrjar á mánudaginn og stendur fram að jólum... Og nú stend ég við það! Í kjólinn fyrir jólin ;o) Ég ætla að leyfa ykkur að fylgjast grannt með, þið verðið aðhaldið mitt svo þið verðið að skamma mig ef að ég verð ekki nógu dugleg!!!

Svo að ég haldi nú áfram með söguna endalausu þá tók pabbi sig til í gærkveldi og púslaði húsgögnunum saman á mettíma, þau eru æðisleg!!! Nákvæmlega eins og ég hefði viljað væri ég tveggja og hálfs árs ;o) En allavega, þegar það kom að því að setja saman rúmið þá kom í ljós að það vantaði eina löppina, þ.e.a.s. það var ein vitlaust boruð!!! Kemur mér sossem ekkert á óvart miðað við mína "heppni"... Nú á bara eftir að koma í ljós hvort hægt verði að útvega rétta löpp einhvern tíma fyrir jól! Ég leyfi ykkur að fylgjast með...

...Já og blómarósin Berglind er komin með blogg!

Það er Idol kvöldið í kvöld...trallallala (raulað við auglýsingastefið það er Daloon dagur í dag). Hlakka til að eiga helgarfrí í sukki og svínaríi... (síðasti séns)

Gangið hægt um gleðinnar dyr...

Svalan ykkar ;o*

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home