28.10.03

Jæja þá er mín byrjuð í­ átakinu mikla: "Í gallann fyrir Sjallann" ;o) Fyrsti dagurinn byrjaði nú ekkert allt of vel... Var eiginlega búin að gleyma þessum áformum mínum þegar ég renndi niður morgunmatnum... En svona lí­tur listi gærdagsins út:

Morgunmatur: Karamellujógúrt með Cheerios, úbbs :oÞ
Hádegismatur: Enginn
Kaffitími: Ekkert
Kvöldmatur: 1x afmælisveisla pabba af bestu gerð (réttlætti það með því að ég borðaði ekkert nammi um helgina...)
Vatn innbyrt: Ekkert
Hreyfing: Sjúkranudd (telst það ekki annars með???)

Þetta gæti nú litið betúr út...

Í morgun vaknaði ég klukkan hálfátta!!! Slí­kt gerist nú ekki nema endrum og sinnum... Og Emelí­a var komin á leikskólann á slaginu ní­u!!! Eins og fyrri daginn þá gerist það ekki heldur oft ;o) Svo mín ákvað að vera rosa dugleg og skella sér í sund! Var eiginlega með samviskubit yfir morgunmatnum sem var skál af Coco Pops, ég elska Coco Pops og stóðst ekki freistinguna þegar ég sá að mamma hafði fjárfest í­ einum slí­kum pakka :oÞ Listi dagsins lítur örlítið betur út:

Morgunmatur: 1 skál Coco Pops, ahh!
Hádegismatur: Kea vanilluskyr með Fitness kornflögum og létt mjólk, dugleg!
Snarl: 1 Pera
Kaffi: 1 biti skúffukaka og léttmjólk með, æi.....
Kvöldmatur: Bollur í súrsætri sósu og hrísgrjón
Vatn: 1 líter
Hreyfing: 20 ferðir í­ sundi og labbaði í­ vinnuna

Þetta er allt að koma, sem er kannski eins gott því­ að ég er búin að setja mér takmark... Ég ætla að missa 5 kíló fyrir jól!

Helgin var fín... Hún fór að mestu í­ það að græja prinsessuherbergið og flytja fjölskyldumeðlimi á milli herbergja, það skiptu allir um herbergi nema Ragnar! Emelí­a er komin í herbergi Pa&Ma, þau eru komin í­ herbergið mitt og ég er komin í tölvuherbergið... Hvað gerir maður ekki fyrir afkvæmið sitt ;o) Pabbi henti saman rúminu (ég fékk senda löppina af sýningarrúminu úr búðinni!) og ég fór og keypti rosalega fallegan, dökkbleikan lit sem ég skellti á tvo veggi í Míu herbergi, alveg sjálf! Ég er mjög stolt af útkomunni! Set inn myndir fljótlega ef að ég næ að klóra mig fram úr því­...

Það er rosalega skrítið að hafa Emelí­u ekki lengur inni hjá sér... Ég var svo stressuð fyrstu nóttina að við fyrsta uml í henni þá hentist ég fram úr rúminu... Með svo miklum látum að ég hljóp beint á hurðina í herberginu mí­nu og lá kylliflöt!!! Pabba brá svo mikið við dynkinn, hélt að Mía væri dottin fram úr, að hann spólaði af stað með þvílíkum hamagangi að hann vakti mömmu og svo vorum við næstum búin að klessa saman frammi á gangi!!! :oD Í nótt svaf ég svo frammi í­ sjónvarpssófa svo að ég myndi heyra betur í­ henni... Svona getur maður verið móðursjúkur ;o)

Annars hef ég voða lítið að segja, jú hún Eva Signý rúsína er komin með blogg! Það er gaman að sjá­ hvað heimurinn minnkar hratt, nú get ég fylgst með vinkonum mínum víðs vegar um heiminn (og þær með mér)!

Blessi ykkur...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home