7.12.03

Ég vildi að það væri til svona búnaður sem að maður setti á hausinn á sér og tengdi síðan við tölvuna sína eða símann og svo sæi hann barasta um að skrifa fyrir mann það sem maður er að hugsa... Ég þyrfti að koma mér í samband við klárann uppfinningamann og fá einkaleyfi á þessu, ég er viss um að það eru milljón manns þarna úti sem eru eins og ég: Ég ÞOLI EKKI að skrifa sms og bloggið mitt, mig langar til þess... En ég bara nenni því ekki!!! Eina ástæðan fyrir því að ég er að blogga núna er sú að ég er að forðast rúmið mitt. Ég er ekki nógu þreytt til að leggjast upp í það, a.m.k. ekki ein ;o) Þarf samt að fara snemma á fætur, það er einhver tölvudúddi að koma klukkan hálf NÍU í fyrrmálið! Mamma stendur í þeirri meiningu að það sé e-ð að tölvunni, ég vil meina að hún kunni bara ekkert á hana... ;o) Ég er að hugsa um að bregða út af vananum og sofa í náttfötum en ekki nakin, just in case ef að ég skyldi ekki verða vöknuð þegar að kallinn kemur...! (Tölvan er inni hjá mér, eða öfugt..) Aldrei að vita nema að bænum mínum yrði svarað og ég fengi einhvern til að kúra hjá.... Jakk :oÞ

Djammarinn braust fram í mér á föstudagskvöldið, jeijj! Ég og Hrönn frænka drukkum bjór yfir laufabrauðsgerðinni, hef aldrei séð jafn frumlegt laufabrauð... Ég sveikst undan skyldum laufabrauðspressara og skellti mér í djammgalllann! Við frænkur tókum taxibíl niðrá Vélsmiðjuna (gamli Pollurinn fyrir þá sem ekki vita), höfðum nebbla frétt af feðrum okkar þar og ætluðum að láta þá bjóða okkur í glas. En neiii... Þeir reyndu ítrekað að koma okkur í Sjallann, huhh! Svo við röltum á Kaffi Akureyri í rokinu og fengum okkur smá hárblástur í leiðinni :oD Það fyrsta sem ég sé þegar ég kem veðurbarin innúr dyrunum er Kata að spjalla við kunningja okkar og mann sem að hún kannaðist svo rosalega við, en kveikti ekki á perunni... Eftir að vera búin að leika hver er maðurinn í nokkra stund kom uppúr krafsinu að þetta var Halti Björn (Valtýr Björn)! Veit ekki hvort að ég er e-ð íþróttalega sinnaðri en vinkonur mínar, en það var bara engin af þeim að kveikja hver þetta var :o) Þetta væri sossum ekki frásögum færandi nema af því að hann vildi endilega bjóða mér í glas o.s.f.v. Mér fannst það soldið skondið c",) Hann er e-ð miklu minni en ég og alls ekki mín týpa! Við skemmtum okkur samt konunglega á Kaffinu, pabbi mætti á svæðið rétt fyrir lokun og ég dró hann út á dansgólfið! Ég held að hann hafi roðnað þegar að Kata sýndi honum "Booty-dansinn", híhíhí.. Honum leist nú ekkert á tilburði Halta Björns og skaut á hann í gríni að láta dóttur sína vera (öllu gríni fylgir alvara) og var ég honum afar þakklát fyrir það! Partýljónin ég og Kata fórum selvfolgelig í eftirpartý og komum heim klukkan SJÖ á laugardagsmorguninn!!! Var soldið slöpp þegar dóttir mín vakti mig eftir þriggja tíma svefn :-/ Gaf henni að borða og hennti mér í sturtu, hresstist bara vel við það og var ekkert þreytt fyrr en í gærkveldi... Ég steinsofnaði rúmlega ellefu, vel afslöppuð... ;o)

Ég upplifði skrítnu og óþægilegu tilfinninguna í gær sem Kata talaði um í blogginu sínu um daginn; Ég varð skraufaþurr í munninum, mér varð skyndilega ískallt, hjartað hamaðist um í brjóstinu á mér og ég þurfti að berjast við tárin.. Vildi ekki trúa því sem ég heyrði en efinn reyndi eins og hann gat að smjúga inn! Ég þoli ekki þennan kjaftasögubæ!!! Sérstaklega ekki þegar kjaftasögurnar snerta mig og mitt einkalíf á einhvern hátt, hefur fólk ekkert betra að gera??? Hef sem betur fer lært að komast að staðreyndum málsins en ekki grípa söguna á lofti... Það mættu fleiri gera það og þá yrði kannski minna um kjaftablaðrið! Allt er gott sem endar vel...

Ég er búin að fá nýjan síma, svona myndavélar. Svo nú get ég sent inn myndir á bloggið mitt úr símanum, Sniðugt! Kann samt ekki við að setja inn myndirnar sem ég tók á djamminu, þær þarfnast ritskoðunar... ;o)

Jæja, ætla að fara að telja kindur! Vona að það verði búið að snjóa þegar ég vakna... "Góða nótt góðir hálsar, hvar svo sem þið eruð... Muhahahaha!" (Vitnað í endirinn á Brakúla greifa)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home