15.2.04

Jæja það er víst komið að skuldadögum... Ég hef ekki bloggað í háu herrans, en það er sko ástæða fyrir því! Ég er sármóðguð við ykkur öll, ég fékk enga afmæliskveðju í kommentakerfið!!!! Huh :o( Hehehe, nei svona í alvöru þá hætti ég bara að blogga ef að ég fæ engin komment á það sem ég er að skrifa...

Ég átti afmæli um daginn, mér fannst það alveg hræðilegt að vera orðin 23... En ég er komin yfir það ;o) Í fyrsta skipti síðan ég fæddist þá var ekki haldin afmælisveisla, ég afþakkaði hana. Eyddi afmælishelginni þess í stað í afslöppun í sumarbústað í Ytri-Vík, það var yndislegt! Það er svo gott að komast burt úr bænum og vera í svona miklu návígi við náttúruna. Við fórum á sleðanum upp á Þorvaldsdal á laugardeginum og keyrðum í einhverja klukkutíma, færið var frábært og veðrið ennþá betra. Það er fátt betra en að sitja á sleða og þeysa um í þessu stórbrotna umhverfi. Á afmælisdaginn buðu Pa&Ma mér út að borða á Greifann sem var mjög fínt. Þegar allir voru búnir að borða og ég ætlaði að fara að standa upp frá borðinu þá birtist allt í einu þjóninn með huges ísrétt með afmæliskerti í og mamma og Emelía sungu fyrir mig afmælissönginn... Það stóðu meira að segja nokkrir gestir upp og klöppuðu fyrir mér, Jeijj!

Verð að þjóta núna, blogga bráðum um spánarreisuna....

Later ;o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home