29.6.04

Góðan daginn, góðan daginn!

Lífið hér gengur sinn vanagang, ég er farin að hætta klukkan fjögur á daginn í vinnunni (nema í dag!) og get ég ekki lýst því hvað það er mikill léttir. Síðasti mánuður var ansi strembinn, en þetta er allt að lagast og maður er loksins að verða búinn að jafna sig á vinnualka-fráhvarfseinkennunum :o) Það var einstök veðurblíða hér á norðurlandinu fyrripart mánaðarins og fórum við mæðgur þá iðulega í sund eftir vinnu, dásamlegt alveg! Enda er mín vel útitekin og FREKNÓTT! Hehe.. Síðasta helgi var pabba helgi og var hver mínúta nýtt til hins ýtrasta. Neeei, það er ekki eins og þið haldið...Það var ekkert djammað heldur bara unnið 24/7, bæði föstudag og laugardag. Sunnudagurinn var reyndar tekinn í afslöppun, sund og rölt í bæinn þar sem að strákarnir í Svörtum fötum voru að spila á TM hátíðinni. Alveg merkilegt hvað hann Jónsi með alla sína takta getur farið í taugarnar á mér! Við Árni fórum síðan með stelpurnar okkar út að borða á Greifann um kvöldið, gott að borða í góðum félagsskap. Það verður ekki mikið betra :o)

Næsta helgi hefur nú þegar verið skipulögð en planið er að djamma á föstudaginn, Paparnir eru í Sjallanum og er aldrei að vita nema maður skelli sér þangað ef að einhverjir fást með ;o) Síðan á að bruna á silfurþrumunni í Víðigerði (miðja vegu milli Akureyrar og Reykjavíkur) um hádegi á laugardag á eitt stykki ættarmót. Við svörtu sauðirnir í fjölskyldunni getum örugglega skemmt okkur saman... Á sunnudaginn keyrum við síðan til Reykjavíkur og þar er planið að forðast það að verða troðinn undir á Metallica tónleikunum. Ég ætla sko bara á hlýrabol og brókinni!! Hehe, eða svona næstum því. Jónbi vinur minn og félagar hans í Brainpolice verða að hita upp þannig að þetta verður góður stemmari ;o) Á mánudeginum verður síðan að sjálfsögðu tekið búðarrölt áður en haldið verður heim á leið.

Annað mál: Hverjir eru með í Hrísey helgina 16. - 18. júlí??? Þetta eru fyrstu dagar sumarfrís míns og ég er farin að þrá góða útilegu. Það verður ball, brekkusöngur, akstur á traktorum um eynna og margt fleira. Ég held að þetta sé þess virði að skoða betur ;o)

Jæja, ég hugsi að ég láti þetta gott heita í bili...

Adios mi Amigos!






1 Comments:

At 1. júlí 2004 kl. 09:30, Blogger Rokkarinn said...

CRAP!!! Ætlaði að pósta kommentið við þetta... ohh well... kjémur ég...
p.s. komment við það sem er á undan þessu...

 

Skrifa ummæli

<< Home